Langþráð stig hjá Fylkiskonum

Tinna Brá Magnúsdóttir, markvörður Fylkis, hreinsar frá marki sínu í …
Tinna Brá Magnúsdóttir, markvörður Fylkis, hreinsar frá marki sínu í leiknum gegn Víkingi í kvöld. mbl.is/Árni Sæberg

Fylkiskonur fengu stig eftir markalaust jafntefli við Víkinga í Árbænum í kvöld þegar leikið var í efstu deild kvenna í fótbolta – kærkomið stig eftir 7 tapleiki í röð.  Stigið kemur Árbæingum upp fyrir Keflavík  í 9. sætið, sem skilur Keflavík eftir á botni deildarinnar.  Víkingur er eftir sem áður í fimmta sætinu.

Strax á 6. mínútu átti Víkingurinn Sigdís Eva Bárðardóttir þrumuskot rétt utan vítateigs að marki Fylkis en Tinna Brá Magnúsdóttir markmaður Fylkis skutlaði sér og varði í horn.

Þremur mínútum síðar skallaði Eva Rut Ásþórsdóttir að marki Víkinga af stuttu færi en hún var með varnarmenn á sér svo hún náði ekki sínum besta og boltinn yfir markið.

Næsta færi kom eftir korter þegar Shaina Ashouri komst á sprett að marki Fylkis en var elt uppi af varnarmönnum Fylkis svo hún náði ekki góðu skoti og boltinn rann framhjá vinstri stönginni.

Það sem eftir lifði fyrri hálfleiks var gerðist fátt markvert, helst barátta um boltann um víðan völl og mikið um hlaup en vantaði færi, hvað þá mörkin.

Á 44. mínútu átti þó Eva Rut Ásþórsdóttir þrumuskot af löngu færi á mark Víkinga en boltinn langt framhjá.

Seinni hálfleikur fór líka tíðindalaust af stað en það varð síðan nokkuð mikið fjör. 

Á 52. mínútu átti Þórhildur Þórhallsdóttir ágætt skot utan teigs en boltinn fór framhjá vinstri stönginni og Birta Guðlaugsdóttir markvörður Víkinga var algerlega á verði.

Á 57. mínútu átti Bergdís Sveinsdóttir skot úr þröngri stöðu en beint á markmann Fylkis.  Mínútu síðar náði Sigdís Eva Bárðardóttir skoti en rétt náði til boltans, sem Tinna Brá varði auðveldlega.

Aðeins mínútu síðar var komið að Fylki þegar Abigail Boyan reyndi skot af löngu færi en boltinn fór rétt yfir stöngina.  Birta markmaður var þó alveg í boltanum.

Á 62. mínútu fékk svo Sigdís Eva aftur færi, nú vinstra megin úr teignum en Tinna Brá varði skotið hennar glæsilega.

Aftur var komið að Fylkiskonum þegar Eva Rut komst á 67. mínútu ein á móti Birtu markverði, en hún kom vel út á móti og varði í horn.  Vel gert.

Tveimur mínútum síðar átti Birta Birgisdóttir hörkuskot að marki Fylkis en boltinn fór nokkuð yfir slánna.

Atið hélt áfram og á 75. mínútu kom þung sókn Fylkis, sem lauk með skotið Mariju Radojicic úr vítateignum en boltinn small í slánni áður en hann fór yfir.

Enn var Sigdís Eva á ferðinni á 85. mínútu með þrumuskot úr miðjum vítateig Fylkis en boltinn rétt framhjá.

Lýsing uppfærist sjálfkrafa

Allar lýsingar í beinni

Aðrir virkir leikir

Tindastóll 0:1 Breiðablik opna
90. mín. Birta Georgsdóttir (Breiðablik) fær gult spjald
KA 3:2 Valur opna
90. mín. Leik lokið Það tryllist allt hér á Akureyri. KA fer í bikarúrslitin annað árið í röð.
Stjarnan 1:0 Keflavík opna
90. mín. Leik lokið Leik lýkur hér í Garðabænum með sigri Stjörnunnar í fyrsta leik Jóhannesar Karls sem þjálfara liðsins.
Austurríki 1:2 Tyrkland opna
90. mín. Leik lokið TYRKIR STANDA ÞETTA AF SÉR OG ERU KOMNIR Í ÁTTA LIÐA ÚRSLIT! Það er ekki annað hægt en að bera ómælda virðingu fyrir þessari frammistöðu Tyrkja!

Leiklýsing

Fylkir 0:0 Víkingur R. opna loka
90. mín. 3 mínútur í uppbótartíma.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert