Sjö í bann vegna gulra spjalda

Kristinn Freyr Sigurðsson tekur út leikbann um helgina.
Kristinn Freyr Sigurðsson tekur út leikbann um helgina. mbl.is/Óttar Geirsson

Alls voru sjö leikmenn í Bestu deild karla í knattspyrnu úrskurðaðir í eins leiks bann þegar aga- og úrskurðarnefnd Knattspyrnusambands Íslands, KSÍ, kom saman á fundi í dag.

Allir sjö eru þeir búnir að fá fjögur gul spjöld í deildinni á tímabilinu og fara því sjálfkrafa í eins leiks bann.

Leikmennirnir sem um ræðir eru Viktor Örn Margeirsson hjá Breiðabliki, Adam Örn Arnarson hjá Fram, Arnþór Ari Atlason hjá HK, Birgir Baldvinsson hjá KA, Kristinn Freyr Sigurðsson hjá Val, Elmar Atli Garðarsson hjá Vestra og Nikolaj Hansen hjá Víkingi úr Reykjavík.

Allir verða þeir fjarri góðu gamni í leikjum liða sinna í 13. umferð Bestu deildarinnar, sem hefst á laugardag.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert