Stjörnusigur í fyrsta leik Jóhannesar

Erin McLeod markvörður Stjörnunnar gómar boltann í leiknum í kvöld.
Erin McLeod markvörður Stjörnunnar gómar boltann í leiknum í kvöld. mbl.is/Árni Sæberg

Úlfa Dís Kreye Úlfarsdóttir var hetjan þegar að Stjarnan sigraði Keflavík, 1:0, í 11. umferð Bestu deildar kvenna í knattspyrnu í Garðabænum í kvöld.

Stjarnan er í sjötta sæti með tólf stig eftir sigurinn en Keflavík er í neðsta sæti með sex stig.

Keflavík fékk betri færi í seinni hálfleik en Saorla Miller komst í nokkur skotfæri sem Eein Mcleod varði. 

Besta færi Keflvíkinga fékk Melanie Forbes undir blálok fyrri hálfleiksins en þá slapp hún ein gegn Erin. Erin varði frá henni en boltinn barst aftur til Melanie sem átti aðra tilraun en Anna María Baldursdóttir, fyrirliði Stjörnunnar, náði að trufla hana nóg og yfir fór boltinn. 

Úlfa Dís kom Stjörnunni yfir á 59. mínútu með laglegu marki. Þá datt boltinn fyrir hana utan teigs og hún smellti honum fast í neðra fjærhornið með glæsibrag og kom Stjörnunni í 1:0. 

Keflavík sótti mikið á síðustu tíu mínútum leiksins en inn vildi boltinn ekki. Að lokum vann Stjarnan mikilvægan sigur og hækkar sig í töflunni.

Stjarnan heimsækir Tindastól í næsta leik á meðan að Keflavík fær Fylki í heimsókn. 

Stjarnan 1:0 Keflavík opna loka
90. mín. Keflavík fær hornspyrnu
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert