„Þá mætir þú aldrei gíraður“

Hallgrímur Mar Steingrímsson í sigri KA á HK á dögunum.
Hallgrímur Mar Steingrímsson í sigri KA á HK á dögunum. mbl.is/Eyþór

KA mætir Val í undanúrslitum bikarkeppninnar í fótbolta í dag en norðanmenn hafa verið á góðu róli í deildinni að undanförnu eftir erfiða byrjun. Hallgrímur Mar Steingrímsson segir þó frammistöðu í deild og bikar ekki endilega haldast í hendur.

„Ég vona að frammistaðan í síðustu deildarleikjum hjálpi okkur þó að þetta sé önnur keppni og leikirnir allt öðruvísi en í deildinni, þó það sé skrýtið að segja það þegar maður mætir alltaf sömu liðunum. Það myndast bara einhver stemning, við unnum Fram 3:0 í bikarnum og við höfum verið gott bikarlið síðustu ár.“

Þjálfarar og fyrirliðar KA og Víkings fyrir bikarúrslitaleik liðanna á …
Þjálfarar og fyrirliðar KA og Víkings fyrir bikarúrslitaleik liðanna á síðasta tímabili. mbl.is/Eggert Jóhannesson

KA menn léku til úrslita í bikarnum á síðasta ári en lutu í lægra haldi fyrir Víkingum, 3:1, í spennandi viðureign.

„ Ég vona að menn muni eftir árinu í fyrra þar sem við komumst í bikarúrslit sem var ekkert eðlilega gaman og vonandi muna menn eftir því. Við hefðum getað unnið en það féll ekki með okkur í jöfnum leik“.

Hallgrím hlakkar til að mæta Val í kvöld og segir undanúrslitaleikinn vera spennandi tilefni fyrir KA.

„ Ef þú mætir ekki gíraður í þennan leik þá mætir þú sennilega aldrei gíraður, það er tækifæri að komast á Laugardalsvöll og við þurfum ekki á meðbyr úr síðustu leikjum til að sýna okkar bestu hliðar undanúrslitum bikarsins. Að vinna bikarinn væri algjör draumur.“

Nánar verður rætt við Hallgrím Mar í Morgunblaðinu á föstudaginn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert