Best í deildinni í júní

Jordyn Rhodes í leik með Tindastóli.
Jordyn Rhodes í leik með Tindastóli. Ljósmynd/Jóhann Helgi Sigmarsson

Jordyn Rhodes, bandaríski framherjinn hjá Tindastóli, var besti leikmaður Bestu deildar kvenna í fótbolta í júnímánuði, samkvæmt einkunnagjöf Morgunblaðsins.

Jordyn fékk fimm M í fjórum leikjum Skagfirðinga í deildinni í júní. Hún hafði áður fengið fjögur M í fyrstu sex leikjum Tindastóls, var í hópi varamanna úrvalsliðs Morgunblaðsins fyrir apríl og maí, og í heildina var  hún efst af leikmönnum Tindastóls í einkunnagjöfinni eftir tíu umferðir með samtals 9 M.

Tvær ofar í M-gjöfinni

Aðeins tveir leikmenn í deildinni voru ofar í einkunnagjöfinni að tíu umferðum loknum, Sandra María Jessen úr Þór/KA með 11 M samtals og Amanda Andradóttir úr Val með 10 M.

Jöfn henni með 9 M samanlagt var Katie Cousins úr Val, en síðan komu Barbára Sól Gísladóttir úr Breiðabliki, Caroline Murray úr Þrótti og samherji hennar úr Tindastóli, markvörðurinn Monica Wilhelm, með 8 M hver.

Nánar um M-gjöfina og Jordyn Rhodes í Morgunblaðinu í dag en viðtal við hana og úrvalslið júnímánaðar má sjá í blaðinu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert