Þjálfarar Víkings farnir til Írlands að njósna

Sölvi Geir Ottesen og Arnar Gunnlaugsson.
Sölvi Geir Ottesen og Arnar Gunnlaugsson. Ljósmynd/Kristinn Steinn

Víkingarnir Arnar Gunnlaugsson, þjálfari og Sölvi Geir Ottesen aðstoðarþjálfari meistaraflokks karla í fótbolta eru farnir til Írlands að njósna um Shamrock Rovers, næstu mótherja Víkings.

Víkingur mætir Shamrock í fyrstu um­ferð undan­keppni Meist­ara­deild­ar Evr­ópu 9. júlí og samkvæmt fotbolta.net fór þjálfarateymið fór út í dag til þess að sjá liðið spila gegn Dundalk í írsku deildinni.

Liðin mætast fyrst í Fossvogi 9. júlí og svo á Írlandi 16. júlí.

Ef Víkingur vinnur einvígið mæta þeir Sparta Prag en mæta Borac Banja Luka frá Bosn­íu eða Egnatia frá Alban­íu ef þeir tapa.

https://www.mbl.is/sport/efstadeild/2024/06/19/vikingar_maeta_sparta_prag_ef_their_vinna/

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert