Anton Ari framlengir við Breiðablik

Anton Ari Einarsson.
Anton Ari Einarsson. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Markmaðurinn Anton Ari Einarsson hefur framlengt samning sinn við Breiðablik í Bestu deild karla í fótbolta.

Breiðablik tilkynnti þetta í dag en Anton kom til Breiðabliks frá Val árið 2020 og skrifaði undir nýjan samning í dag sem gildir til 2026. Hann er fæddur árið 1994 og hefur spilað 176 leiki fyrir Breiðablik.

Hann hefur einu sinni verið Íslandsmeistari með liðinu og tvisvar með Val. Hann var hluti af liðinu sem tryggði sér sæti í Sambandsdeild Evrópu.

Anton Ari hreppti fyrsta gull­hansk­ann sem af­hent­ur var á Íslandi árið 2022 þegar hann hélt 27 sinnum hreinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert