Heppnin ekki með íslensku liðunum

Valskonur fá erfiða mótherja.
Valskonur fá erfiða mótherja. mbl.is/Óttar Geirsson

Íslandsmeistarar Vals mæta Ljuboten frá Norður-Makedóníu og Breiðablik mætir Minsk frá Hvíta-Rússlandi í undanúrslitum 1. umferðar undankeppni Meistaradeildar kvenna í knattspyrnu. 

Dregið var í 1. umferð undankeppninnar í dag. Ef Val tekst að vinna Ljuboten mætir liðið annaðhvort Twente frá Hollandi eða Cardiff frá Wales í úrslitaleik um sæti í 2. umferð. 

Ef Breiðablik vinnur Minsk mætir liðið annaðhvort Sporting frá Portúgal eða Eintracht Frankfurt frá Þýskalandi í úrslitaleik um sæti í 2. umferð.

Báðir riðlarnir eru heldur erfiðir en Valur fer svokallaða „meistaraleið“ og mætir þar með aðeins liðum sem urðu meistarar í sínum löndum. Breiðablik fer deildarleiðina og mætir liðum sem urðu ekki meistarar. Þá eru hins vegar meiri líkur á að mæta andstæðingi úr sterkri deild, sem Blikar gerðu. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert