ÍA stökk upp töfluna – Afturelding fékk skell

Skagakonur að fagna marki í dag.
Skagakonur að fagna marki í dag. mbl.is/Árni Sæberg

ÍA vann sterkan útisigur á Grindavík, 2:1, í Safamýri í 1. deild kvenna í fótbolta í kvöld.

ÍA fór upp í þriðja sæti með sigrinum og er nú með 14 stig. Grindavík er í sjötta sæti með 13 stig.

ÍA var 1:0 yfir í hálfleik en Erla Karítas Jóhannesdóttir kom ÍA yfir eftir aðeins tíu mínútur. Kolfinna Eir Jónsdóttir tvöfaldaði forystuna í seinni hálfleik áður en Júlía Ruth Thasaphong minnkaði muninn á 69. mínútu. 

ÍA fór upp í þriðja sæti með sigrinum en fyrir leikinn var liðið í sjötta sæti. Grindavík er í sjötta sæti með 13 stig.

ÍBV vann Aftureldingu með yfirburðum, 4:1, í Eyjum í dag. Afturelding gat jafnað stigafjölda FHL sem er í toppsæti en liðið er enn í öðru sæti með 19 stig. ÍBV er fimmta sæti með 13 stig. 

Viktorija Zaicikova skoraði fyrsta mark ÍBV í leiknum og Telusila Mataaho Vunipola skoraði annað mark liðsins og heimakonur voru 2:0 yfir í hálfleik.

Hildur Karítas Gunnarsdóttir minnkaði munin á 65. mínútu fyrir Aftureldingu áður en Helena Hekla Hlynsdóttir skoraði þriðja og Olga Sevcova skoraði fjórða og síðasta mark ÍBV.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert