Skárra að kíkja á töfluna

Hallgrímur Mar Steingrímsson í þann mund að koma KA yfir …
Hallgrímur Mar Steingrímsson í þann mund að koma KA yfir gegn Val í undanúrslitum bikarkeppninnar í vikunni. Ljósmynd/Kristín Hallgrímsdóttir

„Bikarsigurinn á Fram gæti verið augnablikið þar sem við réttum skipið af,“ segir KA-maðurinn Hallgrímur Mar Steingrímsson sem er leikmaður mánaðarins í Bestu deild karla í fótbolta hjá Morgunblaðinu en valið er byggt á einkunnagjöf blaðsins, M-gjöfinni.

KA tapaði tveimur leikjum í Bestu deildinni í júní og vann tvo en að auki vann liðið Fram sannfærandi í átta liða úrslitum bikarkeppninnar. Hallgrímur var ánægður með spilamennsku KA-liðsins í júnímánuði og finnst liðið hafa rétt úr kútnum eftir erfiða byrjun á tímabilinu.

„Við vorum fannst mér betri í öllum þessum leikjum fyrir utan Blikaleikinn  sem mér fannst vera jafn, en á köflum fannst mér við vera með yfirburði þrátt fyrir tapið. En í hinum leikjunum vorum við betri en töpuðum fyrir ÍA á svekkjandi hátt.“

Bull á móti Skaganum

KA tapaði 3:2 fyrir ÍA á heimavelli í spennandi leik 1. júní og sat þá í ellefta sæti deildarinnar með fimm stig. KA menn voru ósáttir við vítaspyrnudóm í stöðunni 2:2 en úr spyrnunni skoraði Arnór Smárason sigurmark ÍA.

Skömmu áður gerði KA tilkall til vítaspyrnu fyrir, að mati Hallgríms Jónassonar þjálfara liðsins í samtali við mbl.is eftir leik, sambærilegt atvik. KA-menn höfðu fengið á sig 23 mörk í níu leikjum á þeim tímapunkti í deildinni og litu alls ekki vel út.

„Það var fínt að fá frí eftir þetta bull á móti Skaganum, það kom tveggja vikna landsleikjafrí frá leikjum og við fengum fimm daga frí frá æfingum þar sem menn fóru í frí og hreinsuðu hausinn. Það var ekki komið inn í hausinn á mér persónulega og ég held að það hafi ekki truflað liðið heldur en eftir fríið finnst mér við líkari því sem við höfum sýnt undanfarin ár. Liðsheildin er orðin sterkari og við erum farnir að vilja og þora að vinna leiki núna.“

Viðtalið við Hallgrím Mar má lesa í heild sinni í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert