Best í elleftu umferðinni

Anna María Baldursdóttir er fyrirliði Stjörnunnar.
Anna María Baldursdóttir er fyrirliði Stjörnunnar. Ljósmynd/Kristinn Steinn

Anna María Baldursdóttir, fyrirliði og varnarmaður Stjörnunnar, var besti leikmaður 11. umferðar Bestu deildar kvenna í fótbolta að mati Morgunblaðsins.

Anna María átti mjög góðan leik í vörn Garðabæjarliðsins þegar það vann langþráðan sigur, 1:0, gegn Keflavík á heimavelli. Hún fékk tvö M fyrir frammistöðu sína hjá Morgunblaðinu og var eini leikmaðurinn sem fékk þá einkunn í umferðinni.

Anna María er 29 ára gömul og komst fyrir skömmu í fámennan hóp íslenskra knattspyrnukvenna sem hafa spilað 200 leiki í efstu deild hér á landi. Hún var 20. leikmaðurinn frá upphafi til að ná þeim áfanga.

Nánar í Morgunblaðinu í dag og þar má sjá úrvalslið 11. umferðar í Bestu deild kvenna þar sem Stjarnan á þrjá leikmenn

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert