Fyrsta stig Vestra á heimavellinum í sumar

Vestramenn fengu þeirra fyrsta stig á nýja heimavellinum í dag.
Vestramenn fengu þeirra fyrsta stig á nýja heimavellinum í dag. mbl.is/Óttar Geirsson

Breiðablik og Vestri mætust í ágætis veðri á Ísafirði í dag. Þetta var leikur í 13 umferð bestu deildarinnar fyrir leikinn sat Breiðablik í 2 sæti með 26 stig en Vestri í því 11 með 10 stig.

Vestramenn byrjuðu mun betur í dag. Búnir að breyta um leikkerfi og upplegg, frá síðustu leikjum, hættir stuttum sendingum og fóru í langa bolta fram og reyna að vinna seinni boltann. Þetta virtist koma Breiðablik á óvart því þeir voru varla með í fyrri hálfleik. Þrátt fyrir lélegan fyrri hálfleik komust Blikar yfir á 18. mínútu. Þá kom löng sending fram á Viktor Karl sem virtist missa boltann en fékk ódýra vítaspyrnu. Heimamenn voru mjög ósáttir við dóminn enda mjög ódýrt víti sem gestirnir fengu þarna. Höskuldur Gunnlaugsson tók vítið og skoraði örugglega. 0:1 Breiðablik.

Eftir vítaspyrnuna virtist hreinlega slokkna á Blikum, Vestri tók öll völd á vellinum. Það dró svo til tíðinda á 27. mínútu. Taric Ibrahmagic átti þá frábært skot sem virtist vera að sigla inn en Anton Ari varði frábærlega í horn. Benedikt Warén tók síðan góða hornspyrnu sem Morthen Olsen náði að skalla á markið sem Anton varði, en boltinn barst á Fall sem setti hann í autt markið. 1:1 fyllilega verðskuldað jöfnunarmark. Eftir þetta var Vestri með öll völd og maður hafði á tilfinningu að Blikarnir höfðu engan áhuga á að vera inná. Anton Ari eini með lífsmarki í fyrrihálfleik rest skelfing. Vestri með síðan bestu frammistöðu í þessum fyrri hálfleik í langan tíma.

Breiðablik byrjaði seinni hálfleikin af krafti og náðu að komast yfir á 57 mínútu. Þeir fengu þá aukaspyrnu úti hægra megin sem Höskuldur tekur og Obbekjær á frábæra skalla í hornið 1:2 Breiðablik. Eftir þetta fóru Blikarnir í sama farið og í fyrri hálfleik og voru einhvernvegin í hlutlausum. Vestramenn nýttu sér það á 65 mínútu þegar þeir eiga góðan spilkafla og boltinn berst út á væng á Fall,  sem á frábæra sendingu fyrir á vítapunktinn og Bendikt Warén kemur á fullri ferð og smellir boltanum í netið. 2:2 frábært mark hjá Vestra.

Eftir jöfnunarmarkið var mikið jafnræði með liðunum en síðustu 10 mínúturnar náðu Blikar að ýta Vestra aftar á völlinn án þess að skapa sér nein dauðafæri. Frábær frammistaða hjá Vestra í dag sem svara vel fyrir síðustu leiki með þessari frammistöðu. Blikarnir hinsvegar hreint út sagt skelfilegir og miðað við frammistöðu ættu þeir að vera sáttir með stigið. Sköpuðu sér lítið sem ekkert og lykilmenn varla með í leiknum.

Vestri 2:2 Breiðablik opna loka
90. mín. Vladimir Tufegdzic (Vestri) kemur inn á
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert