Skagamenn skoruðu átta mörk gegn HK

Skagamenn hafa átt góðu gengi að fagna í síðustu leikjum.
Skagamenn hafa átt góðu gengi að fagna í síðustu leikjum. Ljósmynd/Kristín Hallgrímsdóttir

Framherjinn Viktor Jónsson skoraði fjögur mörk þegar að ÍA fór afskaplega illa með HK, 8:0, í 13. umferð Bestu deildarinnar í fótbolta á Akranesi í dag. 

Skagamenn eru nú með20 stig í fjórða sæti deildarinnar en HK er með 13 stig í níunda sætinu.

Jón Gísli Eyland Gíslason skoraði fyrsta mark HK eftir að hann fékk sendingu frá Jóhannesi Birni Vall og skot hans fór undir Arnar Frey Ólafsson og í netið, 1:0. 

Erik Sandberg skoraði annað mark Skagamanna með skalla eftir hornspyrnu Arnórs Smárasonar. 

Jón Gísli var aftur á ferðinni á 34. mínútu þegar að hann skoraði með skoti utan teigs, 3:0. 

Þá var komið að Viktori Jónssyni en hann skoraði næstu fjögur mörk Skagamanna. Öll voru alvöru framherjamörk og er Viktor kominn með tólf mörk í Bestu deildinni núna. 

Áttunda mark Skagamanna skoraði Jóhannes Björn Vall með góðri afgreiðslu. 

ÍA heimsækir Fylki í næstu umferð en HK heimsækir FH. 

ÍA 8:0 HK opna loka
90. mín. Tveimur mínútum bætt við.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert