„Þetts eru mikil vonbrigði,“ sagði Halldór Árnason, þjálfari Breiðabliks, í samtali við mbl.is eftir jafntefli sinna manna gegn Vestra, 2:2, í 13. umferð Bestu deildar karla í knattspyrnu á Ísafirði í dag.
Breiðablik er í þriðja sæti með 27 stig, sjö stigum á eftir Íslandsmeisturum Víkings R.
Halldór segir frammistöðu sinna manna hafa verið vonbrigði.
„Mikil vonbrigði að spila ekki betri leik eða í það minnsta vinna ekki leikinn. Vestramenn voru erfiðir viðureignar í dag en við hefðum getað gert betur, vonsvikin að vinna ekki í dag.“
Þið komist yfir snemma og síðan virðist þið detta í hlutlausan eftir það. Hvað finnst þér um það?
„Já ég held að það sé alveg rétt. Þeir voru búnir að aðvara okkur áður en þeir jafna svo leikinn og ég er bara mjög ósáttur við það. Það var náttúrulega ekki planið að gefa eftir heldur ætluðum við að keyra á hlutina, sama hvaða atburðir myndu eiga sér stað. Já bara rétt greining hjá þér við dettum aðeins niður þá en við komum sterkir inní seinni hálfleikin og komust yfir aftur. Það eru kannski verstu vonbrigðin að missa það niður í að ég held einu sókn Vestra í seinni hálfleik.“
Mér fannst þið ekki skapa nógu af færum, veldur það þér áhyggjum?
Við sköpum klárlega nógu mörg færi til að vinna leikinn, við skorum 2 mörk og klikkum úr góðum færum. En það er auðvitað þannig að Vestra menn voru í veseni í fyrstu 2 leikjunum hérna. Okkur grunaði að þeir myndu koma svona inní þennan leik eins og þeir gerðu.
Eðlilega þegar þeir eru komnir með þennan glæsilega völl hérna á Ísafjörð og spila fyrstu leikina hérna. Þá voru þeir ansi hátt uppi á móti Fram og Val og spiluðu gríðalega djarfan leik varnarlega og sóknarlega og var refsað grimmilega. Við vissum það að þeir kæmu varnarsinnaðir til leiks og spiluðu hérna þétta 5 manna varnarlínu sem var mjög lág
. Þeir gerðu það virkilega vel og mikið hrós á þá, og gerðu hárrétt að múra fyrir markið sitt. Það er bara erfiðara að skapa sér færi þegar lið verjast svona vel en þeir voru mjög skipulagðir, en mitt mat við skorðum 2 mörk og hefðum átt að skora fleiri. Það á að vera nóg á erfiðum útivell til að vinna. Seinni hálfleikur spilast svona og sérstaklega þegar þeir ná að jafna aftur. Þeir verjast vel og boltinn er hreinlega ekki mikið í leik hérna í seinni hálfleik.Það er stundum þannig og því fór sem fór.“
Hvernig líst þér svo á framhaldið
„Bara vel fljúgum heim núna og hlöðum batteríin. Síðan er það Makedónía á þriðjudaginn og leikur á fimmtudaginn, síðan aftur leikur við þá viku seinna hérna heima. Það er bara önnur keppni og allt öðruvísi lið sem við þurfum að búa okkur undir. Þannig að við erum bara klárir í það.“