Valsmenn lengi í gang gegn Fylki

Valsmenn fagna marki Gylfa Þórs Sigurðssonar.
Valsmenn fagna marki Gylfa Þórs Sigurðssonar. mbl.is/Ótt

Valsmenn nýttu sér jafntefli Blika fyrir vestan og unnu botnlið Fylkis 4:0 að Hlíðarenda í dag, sem skilaði Val í 2. sæti deildarinnar.  

Valsmenn réðu lögum og lofum en oft vantaði að ljúka sóknum sínum alveg og það var ekki fyrr er leið á leikinn að sóknartilburðir fóru að skila sér af alvöru.  Engu að síður skilar sigurinn Val upp fyrir Breiðablik og nú vantar 5 stig í Víking en Árbæingar enn í neðsta sætinu.

Valsmenn voru meira með boltann og sóttu stífar.  Á 6. mínútu átti Lúkas Logi Heimisson góðan skallabolta af markteigslínu eftir horn frá Gylfa Þór Sigurðssyni en Ólafur Kristófer Helgason markvörður Fylkis varði vel.

Fylkismenn lágu hinsvegar ekki alveg til baka og á 10. mínútu komst Ómar Björn Stefánsson í skyndisókn sem vörn Vals elti og þegar kominn inn í vitateig lét hann vaða en boltinn framhjá í hliðarnetið.

Næsta umtalsverða færið var á 22. mínútu þegar Jónatan Ingi Jónsson komst upp að endalínu, skammt frá markinu en skotið fór í hliðarnetið.  Þröngt og erfitt færi en hann reyndi.

Á 26. mínútu virtist sóknaráætlanir Vals ætla að ganga eftir.  Þá komst Jónatan Ingi í gegnum megnið af vörn Fylkis og á markteigslínu fékk Guðmundur Andri boltann en vörn Fylkis kastaði sér fyrir skotið.

Gylfi Þór átti síðan fyrirgjöf á 28. mínútu en boltinn kom niður við vinstra megin á slánni svo að Ólafur markmaður  Fylkis varð að slá boltann yfir. Lúmskt skot eða heppni.

Svo kom loks markið á 34. mínútu.  Guðmundur Andri var með boltann inni í teig Fylkis í þungri sókn, renndi honum aðeins til hliðar á Gylfa, sem skaut af yfirvegun af hægra markteigshorni niður í vinstra hornið.  Staðan 1:0.

Lúkas Logi var aftur á ferðinni tveimur mínútum síðar þegar hann sneri á vörn Fylkis en Ólafur markmaður Fylkis sló skot hans frá vinstra markteigshorni yfir markið.

Fylkismenn létu Valsara vita að þeir væru líka á ferðinni og á 40. mínútu áttu Árbæingar góða þunga sókn upp vinstra megin.  Boltinn skoppaði fyrir og Valsmenn í mesta basli með að hreinsa frá.  Ómar Björn náði skoti af stuttu færi en þá voru varnarmenn Vals búnir að fjölmenna og komust fyrir.

Minnstu munaði í uppbótartíma að Patrick Pedersen yki forskot Vals þegar vörn Fylkis var ekki vel á verði svo daninn náði að skalla af stuttu færi í stöngina.  Boltin hrökk síðan út í teig en í varnarmenn Fylkis og í hendur markvarðarins.

Næsta mark Vals kom á 53. mínútu þegar Gylfi smeygði sér í gegnum vörn Vals og í miðjum vítateig gaf hann aðeins til hægri þar sem Patrick Pedersen var búinn að koma sér fyrir og skoraði í næstum autt markið.  Staðan 2:0.

Fylkismenn létu vita af sér og Ómar Björn komst inn í vítateig Vals, varnarmenn Vals náðu að trufla og Frederik Schram varði svo.

Þriðja mark kom á 66. mínútu.  Aftur opnaðist vörn Fylkis, Ólafur markmaður kom út á móti en inni í vítateig gaf Lúkas Logi þvert fyrir á Adam Ægi Pálsson, sem skoraði í næstum autt markið en hann kom inná sem varamaður 5 mínútum áður.

Enn gerðu Árbæingar sig líklega og á 71. mínútu átti Emil Ásmundsson þrumuskot af 20 metra færi en Frederik markmaður stökk upp og varði.  Hörkuskot.

Þá kom fjórða mark Vals á 75. mínútu – næstum eins og síðustu tvö mörk.  Þá slapp Guðmundur Andri upp völlinn, kom sér inn í vítateig en gaf þaðan aðeins til hægri þar sem Patrick var aftur mættur og skaut boltanum yfir markmann Fylkis.  Staðan 4:0.

Fylkismaður Þórður Gunnar Hafþórsson áttu svo síðasta færi leiksins á 87. mínútu eftir snögga sókn Fylkis þegar hann náði skot rétt kominn inn í vítateig en Frederik í markinu lagðist fyrir boltann.

Næstu leikir liðanna í deildinni:  Fylkir fær ÍA í heimsókn mánudaginn 15. júlí og Valur sækir Fram heim í Úlfarsárdalinn sunnudaginn 21. júlí.

Lýsing uppfærist sjálfkrafa

Allar lýsingar í beinni

Aðrir virkir leikir

Vestri 2:2 Breiðablik opna
90. mín. Vestri fær gult spjald Davíð Smári fær gult spjald
England 6:4 Sviss opna
121. mín. Cole Palmer (England) skorar úr víti 1:0 - Mjög öruggt, Sommer fór í rangt horn
Tindastóll 0:0 Stjarnan opna
90. mín. Leik lokið Bragðdaufum leik lokið á Sauðárkróki.
Holland 2:1 Tyrkland opna
90. mín. Tyrkland fær gult spjald Einhver á bekk Tyrkja fær gult spjald. Sé ekki hver.

Leiklýsing

opna loka
kl. 90 +2 í uppbótartíma.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert