Vorum fljótir að brotna niður

Rúnar Páll Sigmundsson þjálfari Fylkis.
Rúnar Páll Sigmundsson þjálfari Fylkis. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Mér fannst þetta fínn fyrri hálfleikur hjá okkur en arfaslakur seinni hálfleikur,“ sagði Rúnar Páll Sigmundsson þjálfari Fylkis eftir 4:0 tap fyrir Val þegar  liðin mættust í efstu deild karla í fótbolta að Hlíðarenda í dag.

„Við fáum fleiri og hættulegri færi en Valur í fyrri hálfleik en Valur fékk þó eitt sem þeir skoruðu úr.  Við vorum því vel gíraðir í hálfleik en síðan fljótir að brotna við annað Vals og stemmningin hjá okkur fjaraði út.  Svo kemur þriðja og fjórða, alveg fáránlegt eftir að við eigum hornspyrnu og  missum boltann eða hvað það var og ég hef áhyggjur af þessu.“

Fylkir er sem fyrr í neðsta sæti deildarinnar, vantar 3 stig í að ná næstu tveimur liðum fyrir ofan sig. „Við vorum að klára erfiðan útivöll og töpuðum honum sanngjarnt því Valur var betra liðið í seinni hálfleik og gerðu vel út leikinn því það má ekki gefa Valsmönnum svona færi.  Þá er með framhaldið, það er nóg eftir að þessu móti en við getum ekki alltaf sagt það.  Við verðum að fá góð úrslit og ekki alltaf að fá á okkur svona mörg mörk.  Það var einmitt markmið dagsins og gekk svo sem vel í fyrri hálfleik en svo vorum við fljótir að brotna niður.  Við verðum bara að halda áfram,“ bætti þjálfarinn við.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert