Blikakonur lengi að brjóta FH niður

Blikar fagna Birtu Georgsdóttur eftir að hún kom þeim yfir …
Blikar fagna Birtu Georgsdóttur eftir að hún kom þeim yfir gegn FH í Kaplakrika í dag. mbl.is/Óttar Geirsson

Blikakonur komust aftur upp í efsta sæti deildarinnar en þurftu að hafa rækilega fyrir því eftir að FH-ingar veittu harða mótspyrnu fram af, tókst þó ekki að koma í veg fyrir 4:0 sigur Breiðabliks þegar liðin áttust við í efstu deild kvenna í fótbolta á Kaplakrika í kvöld.

Fyrstu mínúturnar hjá  báðum liðum fór í að fóta sig á vellinum en síðan fóru gestirnir úr Kópavoginum að ná undirtökunum, áttu margar góðar sóknir en tókst ekki að reka smiðshöggið á þær enda vörn FH-kvenna vel viðbúin og kastaði sér fyrir allar tilraunir.

FH-ingar sátu af sér sóknarþunga Blika og náðu sínum sóknum.  Fyrsta færið kom á 18. mínútu þegar Breukelen Woodard skallaði að marki Breiðablik eftir fyrstu hornspyrnu FH en boltinn slapp framhjá markinu.

Blikar vöknuðu rækilega þegar FH hafði sótt stíft og fóru aftur að byggja upp sóknir sínar en FH-ingar voru komnir á bragðið og oft nálægt að koma sér í ákjósanleg færi. 

Á 35. mínútu munað minnstu að Breukelen næði að skora þegar hún komst í gegnum vörn Breiðabliks en Barbára Sól elti hana uppi og náði að trufla skotið, sem var fyrir vikið laust.

Fyrsta markið kom síðan á 36. mínútu eftir mikinn vandræðagang í vörn FH, sem tókst ekki að hreinsa úr teignum og boltinn rann yfir til Birtu Georgsdóttir, sem í miðjum vítateig lék á varnarmenn FH og skorað yfirvegað með skoti niður í hægra hornið.  Staðan 0:1.

Lokamínútur fyrri hálfleiks átti svo Heiða Ragney Viðarsdóttir.  Fyrst fór í 25 metra skot hennar í slánna,  bakið á Aldísi markverði FH og aftur fyrir.  Strax á eftir var þvaga í vörn FH og rétt utan við markteigslínu náði Heiða Ragney skot en Aldís í marki FH varði í stöng og aftur fyrir.

Fyrsta færi síðari hálfleiks kom á 48. mínútu þegar skot Ídu Marín fór rétt framhjá markvinkli Breiðabliks.

Næst mark kom á 50. mínútu þegar vörn FH var að vandræðast með að koma boltanum út úr teig sínum en boltinn datt síðan fyrir Karítas Tómasdóttur í miðjum vítateigs og hún skaut undir Aldísi í markinu.   Staðan 0:2.

Mörkin tvö virtust koma sjálfstraustinu í gang hjá Blikakonum, sem fóru að spila betur sem síðan skilaði þyngri sóknarleik en þá vantaði að reka endahnútinn á sóknirnar.

Þriðja markið kom úr víti á 64. mínútu.  Þá sparkaði Halla Helgadóttir hraustlega í Birtu Georgsdóttur inni í teig svo dæmt var víti en úr því skoraði Katrín Ásbjörnsdóttir af miklu öryggi niður í hægra hornið.  Staðan 0:3.

Úrslitin voru ráðin þó FH-konur gæfust aldrei upp.  Helst í lokin yljaði að sjá aukaspyrnu Heiðu Ragna af 25 til 28 metra færi þó henni tækist ekki að skora úr þeim.

Lengi er von á einu og í uppbótartíma átti Hrafnhildur Ása Halldórsdóttir frábæra sendingu af vinstri kanti inn í miðjan vítateig FH þar sem Katrín Ásbjörnsdóttir afgreiddi boltann framhjá Aldísi í markinu, staðan 0:4.

Í næstu umferð fer FH í Laugardalinn og mætir Þrótti en Blikar halda í Garðabæinn til móts við Stjörnuna.

Lýsing uppfærist sjálfkrafa

Allar lýsingar í beinni

Aðrir virkir leikir

Keflavík 1:0 Fylkir opna
90. mín. Tinna Harðardóttir (Fylkir) fær gult spjald Sparkaði boltanum í burtu eftir að Hreinn var búinn að flauta.
Víkingur R. 0:2 Valur opna
90. mín. Leik lokið Rólegur seinni hálfleikur og lokatölur 2:0
Þróttur R. 2:4 Þór/KA opna
90. mín. Leik lokið Þór/KA með sterkan 4:2 sigur í Laugardalnum.

Leiklýsing

FH 0:4 Breiðablik opna loka
90. mín. Uppbótartími 3 mínútur.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert