Sandra með þrennu í markaregni í Laugardalnum

Margrét Árnadóttir og Álfhildur Rósa Kjartansdóttir fyrirliði Þróttar í leiknum …
Margrét Árnadóttir og Álfhildur Rósa Kjartansdóttir fyrirliði Þróttar í leiknum í dag. mbl.is/Óttar Geirsson

Þór/KA lagði Þrótt, 4:2, í 12. umferð Bestu deildar kvenna í knattspyrnu í Laugardalnum í dag þar sem Sandra María Jessen gerði sér lítið fyrir og skoraði öll fjögur mörk Akureyrarliðsins.

Úrslitin þýða að Þór/KA situr áfram í þriðja sæti með 24 stig en Þróttur er í áttunda sæti með 10 stig. 

Þróttur byrjaði leikinn kröftuglega og á 8. mínútu fékk Freyja Karín Þorvarðardóttir fínasta skallafæri eftir fyrirgjöf frá Caroline Murray.

Í kjölfarið tók Þór/KA völd á leiknum og kom fyrsta mark leiksins á 16. mínútu þegar Sandra María Jessen skoraði fyrir Þór/KA. Það kom eftir frábæra fyrirgjöf frá Huldu Ósk Jónsdóttur á hægri kantinum sem fann Söndru í teignum og hún stangaði boltann í netið. 

Sandra María tvöfaldaði forystu Þór/KA sex mínútum síðar með stórkostlegu marki. Þá kom Hulda Ósk með glæsilega sendingu inn fyrir á Söndru sem tók boltann með sér og hamraði honum í samskeytin. 

Á 44. mínútu skoraði Sandra María þriðja mark Þór/KA og þriðja mark sitt í dag. Bryndís Eiríksdóttir kom með sendingu upp hægri kantinn á Huldu Ósk sem kom með fyrirgjöf á Söndru á fjærstönginni sem skallaði boltann í markið. Þriðja mark Söndru og þriðja stoðsending Huldu.  

Þór/KA fór með 3:0 forystu í hálfleik eftir algjöra yfirburði.  

Á 52. mínútu minnkaði Leah Maryann Pais muninn fyrir Þrótt. Það kom eftir hornspyrnu frá Sæunni Björnsdóttur sem Shelby Money, markmaður Þór/KA þurfti að kýla frá. Boltinn datt þá fyrir Pais á fjærstönginni sem lagði boltann snyrtilega í fjærhornið. 

Karen María Sigurgeirsdóttir gerði út um leikinn fyrir Þór/KA á 63. mínútu. Hulda Ósk kom með frábæra stungusendingu á Karen sem kláraði framhjá Mollee Swift í marki Þróttar. 

Kristrún Rut Antonsdóttir skoraði annað mark Þróttar á 71. mínútu. Hún náði þá að flikka boltanum aftur fyrir sig í markið eftir langan bolta úr aukaspyrnu frá Sæunni. 

Fleiri urðu mörkin ekki og lokaniðurstöður því 4:2-sigur Þór/KA. 

Lýsing uppfærist sjálfkrafa

Allar lýsingar í beinni

Aðrir virkir leikir

Keflavík 1:0 Fylkir opna
90. mín. Tinna Harðardóttir (Fylkir) fær gult spjald Sparkaði boltanum í burtu eftir að Hreinn var búinn að flauta.
Víkingur R. 0:2 Valur opna
90. mín. Leik lokið Rólegur seinni hálfleikur og lokatölur 2:0
FH 0:0 Breiðablik opna
30. mín. Andrea Rut Bjarnadóttir (Breiðablik) fær gult spjald

Leiklýsing

Þróttur R. 2:4 Þór/KA opna loka
90. mín. Þrjár mínútur í uppbótartíma.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert