12. umferð: Fanndís í fámennan hóp

Fanndís Friðriksdóttir á fullri ferð í 300. deildaleiknum í gær, …
Fanndís Friðriksdóttir á fullri ferð í 300. deildaleiknum í gær, gegn Víkingi. mbl.is/Óttar Geirsson

Fanndís Friðriksdóttir, ein af reyndustu knattspyrnukonum landsins, náði stórum áfanga í gær þegar hún lék með Val í sigurleik liðsins gegn Víkingi í Bestu deild kvenna, 2:0.

Þetta var hennar 300. deildaleikur á ferlinum, heima og erlendis, og Fanndís er aðeins tíunda íslenska knattspyrnukonan sem nær þeim leikjafjölda.

Af þessum 300 leikjum eru 244 í efstu deild hér á landi, 173 með Breiðabliki og 71 með Val. Þá lék Fanndís 26 leiki í Noregi, 20 í Frakklandi og tíu í Ástralíu, alla í efstu deildum þessara landa.

Í efstu deild hérlendis er Fanndís áttunda leikjahæst og getur komist í sjötta sætið áður en þessu tímabili lýkur.

Þessar tíu efstu eru eftirtaldar:

369 Sif Atladóttir
345 Hólmfríður Magnúsdóttir
344 Sandra Sigurðardóttir
336 Katrín Jónsdóttir
335 Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir
332 Hallbera Guðný Gísladóttir
307 Málfríður Erna Sigurðardóttir
303 Guðbjörg Gunnarsdóttir
301 Þórunn Helga Jónsdóttir
300 Fanndís Friðriksdóttir

Sandra María Jessen skoraði sína sjöttu þrennu í efstu deild þegar hún gerði þrjú marka Þórs/KA gegn Þrótti í útisigri Akureyrarliðsins í gær, 4:2. Þetta er önnur í ár en Sandra skoraði fjögur mörk í sigri gegn FH í vor.

Hugrún Pálsdóttir er orðin leikjahæst hjá Tindastóli í deildinni.
Hugrún Pálsdóttir er orðin leikjahæst hjá Tindastóli í deildinni. Ljósmynd/Jóhann Helgi Sigmarsson

Þá jafnaði Sandra við Valskonuna Kristínu Ýr Bjarnadóttur í 14. sæti yfir markahæstu leikmenn deildarinnar frá upphafi með 104 mörk.

Bryndís Rut Haraldsdóttir, fyrirliði Tindastóls, missti í fyrsta skipti af leik félagsins í efstu deild þegar það gerði markalaust jafntefli við Stjörnuna á laugardaginn. Hún hafði spilað fyrstu 50 leikina, alla í byrjunarliði og alla sem fyrirliði. Hugrún Pálsdóttir lék hins vegar með og hefur nú ein leikmanna Tindastóls leikið alla leiki félagsins í deildinni, 51 að tölu.

Katrín Ásbjörnsdóttir í leiknum gegn FH í gær þar sem …
Katrín Ásbjörnsdóttir í leiknum gegn FH í gær þar sem hún skoraði tvö mörk. mbl.is/Óttar Geirsson

Katrín Ásbjörnsdóttir skoraði í gær sitt 90. mark í efstu deild hér á landi þegar hún gerði tvö markanna í sigri Breiðabliks á FH, 4:0. Katrín er 20. leikmaðurinn í sögu deildarinnar sem nær 90 mörkum.

Úrslit­in í 12. um­ferð:
Tinda­stóll - Stjarn­an 0:0
Vík­ing­ur R. - Val­ur 0:2
Kefla­vík - Fylk­ir 1:0
Þrótt­ur R. - Þór/​KA 2:4
FH - Breiðablik 0:4

Marka­hæst­ar:
15 Sandra María Jessen, Þór/​​​​​​​​​​KA
7 Agla María Al­berts­dótt­ir, Breiðabliki
7 Vig­dís Lilja Kristjáns­dótt­ir, Breiðabliki
7 Am­anda Andra­dótt­ir, Val
6 Ísa­bella Sara Tryggva­dótt­ir, Val
6 Jor­dyn Rhodes, Tinda­stóli
6 Andrea Rut Bjarna­dótt­ir, Breiðabliki
5 Haf­dís Bára Hösk­ulds­dótt­ir, Vík­ingi
5 Jasmín Erla Inga­dótt­ir, Val
5 Katrín Ásbjörns­dótt­ir, Breiðabliki
5 Kristrún Rut Ant­ons­dótt­ir, Þrótti
4 Birta Georgs­dótt­ir, Breiðabliki
4 Eva Rut Ásþórs­dótt­ir, Fylki
4 Snæ­dís María Jör­unds­dótt­ir, FH

Næstu leik­ir:
19.7. Þór/KA - Víkingur R.
20.7. Stjarnan - Breiðablik
20.7. Þróttur R. - FH
20.7. Valur - Keflavík
21.7. Fylkir - Tindastóll

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka