Arnar ákveðinn: Fljótt að fara til fjandans

Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings.
Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings. Ljósmynd/Kristinn Steinn

Arnar Gunnalaugsson, þjálfari Íslands- og bikarmeistara Víkings, segir sitt lið þurfa að hafa mikla einbeitingu í leiknum gegn Shamrock Rovers annað kvöld. 

Víkingur mætir Shamrock frá Írlandi í fyrri leik liðanna í 1. umferð undankeppni Meistaradeildar karla í knattspyrnu í Víkinni. 

Arnar vill sjá sitt lið fara eftir eigin sannfæringu og spila boltann sem stuðningsmenn eru vanir að sjá. 

Vill að liðið þori

„Við erum á heimavelli og eigum að spila þennan leik eins og við gerum heima fyrir. 

Ég vil sjá okkur þora að vera við sjálfir og gera hlutina sem hefur gert okkur að því liði sem við erum. 

Við verðum hins vegar að gera það með enn meiri einbeitingu en áður. Ef eitthvað eitt klikkar í svona leik er þetta fljótt að fara til fjandans,“ sagði Arnar. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert