Hljóta að bera meiri virðingu fyrir íslensku deildinni

Nikolaj Hansen fyrirliði Víkings lyftir meistarabikarnum.
Nikolaj Hansen fyrirliði Víkings lyftir meistarabikarnum. mbl.is/Óttar Geirsson

„Þetta er skemmtilegasti hluti tímabilsins,“ sagði Nikolaj Hansen, fyrirliði Breiðabliks, í samtali við mbl.is fyrir leikinn gegn írska liðinu Shamrock Rovers í 1. umferð undankeppni Meistaradeildarinnar annað kvöld. 

Víkingur mætir Shamrock Rovers í fyrri leik liðanna á morgun en sá seinni fer fram á Írlandi viku seinna. 

Breiðablik fór áfram gegn Shamrock Rovers í 1. umferð undankeppninnar í fyrra og vilja Víkingar gera slíkt hið sama. Með sigri gegn Shamrock í einvíginu kemst liðið allavega í úrslitaeinvígi um sæti í einni af þremur Evrópukeppnunum.  

„Við erum mjög spenntir fyrir þessu. Það er gott að byrja á heimaleik og sérstaklega fyrir framan fullan völl. Ég held að þetta verði skemmtilegur leikur. 

Við höfum skoðað Shamrock vel undanfarna tvo daga. Við vitum hvar þeir eiga í erfiðleikum og getum refsað þeim þar. 

Shamrock er gott lið og með leikmenn sem vilja halda boltanum,“ sagði Nikolaj. 

Horfðu á myndskeið frá Blikaleiknum

Nikolaj segir að einvígi Breiðabliks gegn Shamrock í fyrra geti klárlega hjálpað liðinu. 

„Já, klárlega. Við horfðum á myndskeið frá leik þeirra gegn Breiðabliki og sáum hvar Blikar voru að refsa þeim. 

Eftir einvígið gegn Blikum í fyrra held ég að þeir hljóti að bera meiri virðingu fyrir íslensku deildinni.“

Markmiðið skýrt en ein umferð í einu 

Nikolaj segir markmið Víkinga vera skýrt, að komast í Meistaradeildina, Evrópudeildina eða Sambandsdeildina.

„Ég myndi segja það. Breiðablik gerði það á síðasta ári og við viljum gera það núna. Við tökum hins vegar eina umferð í einu.

Á morgun mætum við Shamrock Rovers og verður öll einbeiting á þeim leik, það er mikilvægast. 

Þetta er hluti tímabilsins þar sem þú æfir varla og spilar bara, það er skemmtilegast.“ 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert