Landsliðsmaðurinn lagði upp sigurmarkið

Valgeir Lunddal Friðriksson í landsleik á síðasta ári.
Valgeir Lunddal Friðriksson í landsleik á síðasta ári. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Landsliðsmaðurinn Valgeir Lunddal Friðriksson lagði upp sigurmarkið í útisigri Häcken á Västerås, 2:1, í sænsku úrvalsdeildinni í fóbolta í dag. 

Með sigrinum er Häcken komið í fjórða sæti deildarinnar með 23 stig. 

Sigurmarkið kom á 84. mínútu en þá gaf Valgeir boltann á Zeidane Inoussa sem skoraði. 

Skoraði í tapi

Ísak Andri Sigurgeirsson skoraði mark Norrköping í tapi liðsins á heimavelli fyrir Djurgården, 3:1. 

Mark Ísaks kom á 63. mínútu en hann spilaði allan leikinn líkt og landsliðsmaðurinn Arnór Ingvi Traustason. 

Norrköping er í fimmtánda og næstneðsta sæti deildarinnar með 11 stig. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert