Tindastóll missir lykilleikmann

Gwen Mummert, til hægri, í leik með Tindastól á tímabilinu.
Gwen Mummert, til hægri, í leik með Tindastól á tímabilinu. mbl.is/Jóhann Helgi Sigmarsson

Þýski varnarmaðurinn, Gwendolyn Mummert, lykilleikmaður Tindastóls í Bestu deild kvenna í fótbolta er farin frá félaginu.

Gwendolyn kom til félagsins árið 2022 og var mikilvægur hlekkur í liðinu sem hélt sér uppi í Bestu deild á síðasta tímabili og hefur farið vel af stað í ár. Hún er að fara í lið í „einni af stærstu deildum Evrópu“ samkvæmt tilkynningu liðsins.

Í hennar stað kemur 29 ára gamla Maria del Mar Mazuecos frá Europa í næstefstu deild á Spáni. Hún er örvfætt og getur spilað sem bakvörður eða miðvörður.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert