Hræðilegar níu mínútur Blika dýrkeyptar

Viktor Karl Einarsson kom Blikum yfir í Skopje í kvöld.
Viktor Karl Einarsson kom Blikum yfir í Skopje í kvöld. mbl.is/Óttar Geirsson

Breiðablik tapaði niður tveggja marka for­skoti á níu mín­út­um þegar að liðið tapaði fyr­ir Tikvesh, 3:2, í fyrri leik liðanna í 1. um­ferð undan­keppni Sam­bands­deild­ar karla í knatt­spyrnu í Skopje í Norður-Makedón­íu í kvöld.

Seinni leik­ur­inn fer fram á Kópa­vogs­velli eft­ir ná­kvæm­lega viku. Sig­urliðið mæt­ir Drita frá Kó­sovó í ann­arri um­ferð.

Blikarn­ir fóru vel af stað því á 13. mín­útu leiks­ins kom Vikt­or Karl Ein­ars­son Kópa­vogsliðinu yfir. Þá fékk hann bolt­ann eft­ir frá­bær­an und­ir­bún­ing frá Ísaki Snæ Þor­valds­syni og skaut hon­um í netið, 1:0. 

Kristó­fer Inig Krist­ins­son kom Breiðabliki í 2:0 á 30. mín­útu leiks­ins með frá­bæru skoti. Þá var hann í þröngu færi vinstra meg­in í teign­um eft­ir send­ingu Vikt­ors Karls en smellti bolt­an­um í þak­netið, 2:0. 

Staðan var 2:0 fyr­ir Breiðabliki í hálfleik eft­ir yf­ir­vegaða frammistöðu. 

Mögnuð end­ur­koma heima­manna

Heima­menn sóttu í sig veðrið í seinni hálfleik og á 74. mín­útu minnkaði Kristian Stoj­kovski mun­inn, 2:1. Þá fékk hann bolt­ann eft­ir frá­bæra send­ingu Ediz Spa­hiu og setti hann í netið af yf­ir­veg­un fram hjá Ant­oni Ara Ein­ars­syni. 

Mart­in Stojanov jafnaði síðan met­in fyr­ir Tikvesh á 80. mín­útu með frá­bæru marki beint úr auka­spyrnu., 2:2. 

End­ur­koma Tikvesh var síðan full­komnuð þrem­ur mín­út­um síðar en þá kom var­armaður­inn Leo Gu­erra heima­mönn­um yfir. 

Þá keyrði hann á teig­inn og fékk all­an tím­ann í heim­in­um til að at­hafna sig og smellti bolt­an­um í fjær­hornið, 3:2. Hræðileg­ar níu mín­út­ur Blikaliðsins. 

Tikvesh 3:2 Breiðablik opna loka
skorar Kristian Stojkovski (74. mín.)
skorar Martin Stojanov (80. mín.)
skorar Leo Guerra (83. mín.)
Mörk
skorar Viktor Karl Einarsson (13. mín.)
skorar Kristófer Ingi Kristinsson (30. mín.)
fær gult spjald Daniel Mojsov (45. mín.)
fær gult spjald Martin Stojanov (58. mín.)
fær gult spjald Blagoja Spirkoski (77. mín.)
Spjöld
fær gult spjald Viktor Karl Einarsson (33. mín.)
mín.
90 Leik lokið
Blikar fara í seinni leikinn marki undir eftir að hafa verið tveimur mörkum yfir í fyrri hálfleik.
90
+6 Lokasókn Blika fjarar út í sandinn.
90 Ediz Spahiu (Tikvesh) á skot sem er varið
+4 Í dauðafæri en Anton Ari ver vel.
90 Breiðablik fær hornspyrnu
+2
90
Fimm mínútum bætt við.
84
Afleitur kafli Blikaliðsins sem virtist vera með stjórn á leiknum.
83 MARK! Leo Guerra (Tikvesh) skorar
3:2 - Hvað eru Blikar að gera!? Leo Guerra keyrir inn á teiginn og fær allan tímann í heiminum til að athafna sig og smella honum í fjærhornið. Afleitur varnarleikur Blika og heimamenn skyndilega komnir yfir.
80 MARK! Martin Stojanov (Tikvesh) skorar
2:2 - Þvílíkt jöfnunarmark! Aukaspyrna nokkuð utan teigs sem Martin Stojanov smellir í bláhornið vinstra megin. Blikar búnir að missa niður forystuna og allt jafnt í Skopje.
78 Filip Mihailov (Tikvesh) kemur inn á
78 Mihail Manevski (Tikvesh) fer af velli
77 Blagoja Spirkoski (Tikvesh) fær gult spjald
Brýtur á Viktori Karli sem situr eftir.
74 MARK! Kristian Stojkovski (Tikvesh) skorar
1:2 - Heimamenn minnka muninn! Frábær sending frá Spahiu beint á Stojkovski sem klárar færið af yfirvegun.
69
Þá er komið að seinni vatnspásunni.
67 Breiðablik fær hornspyrnu
66 David Manasievski (Tikvesh) kemur inn á
66 Roberto Menezez Neto (Tikvesh) fer af velli
65 Alexander Helgi Sigurðarson (Breiðablik) á skalla sem fer framhjá
Damir kemur boltanum á Alexander Helga sem skallar hann rétt fram hjá.
64 Breiðablik fær hornspyrnu
Patrik gerir vel en varnarmenn Tikvesh komast strax fyrir skot hans.
62
Þreföld breyting Breiðabliks.
61 Kristinn Steindórsson (Breiðablik) kemur inn á
61 Andri Rafn Yeoman (Breiðablik) fer af velli
61 Alexander Helgi Sigurðarson (Breiðablik) kemur inn á
61 Oliver Sigurjónsson (Breiðablik) fer af velli
61 Patrik Johannesen (Breiðablik) kemur inn á
61 Kristófer Ingi Kristinsson (Breiðablik) kemur inn á
58 Martin Stojanov (Tikvesh) fær gult spjald
Annað spjald heimamanna.
57 Tikvesh fær hornspyrnu
Damir í miklu veseni í teig Blika og Vitao rænir af honum boltanum. Blikar ná þó að bjarga sér fyrir horn og koma boltanum í hornspyrnu.
54
Viktor Karl í góðri stöðu en sending hans á Aron var léleg.
51
Ekkert varð úr hornspyrnum Tikvesh.
50 Tikvesh fær hornspyrnu
49 Tikvesh fær hornspyrnu
47 Tikvesh fær hornspyrnu
46 Seinni hálfleikur hafinn
46 Blagoja Spirkoski (Tikvesh) kemur inn á
46 Mile Todorov (Tikvesh) fer af velli
46 Leo Guerra (Tikvesh) kemur inn á
46 Oliver Stoimenovski (Tikvesh) fer af velli
46 Vitao (Tikvesh) kemur inn á
46 Gjorgi Gjorgjiev (Tikvesh) fer af velli
45 Hálfleikur
Blikar í frábærri stöðu eftir fyrri hálfleikinn.
45 Daniel Mojsov (Tikvesh) fær gult spjald
+1 Fyrsta spjald heimamanna.
45
Þremur mínútum bætt við fyrri hálfleikinn.
42
Aron með hættulega sendingu fyrir markið en varnarmenn Tikvesh komast rétt svo í boltann áður en að Ísak Snær nær að stanga hann að marki.
39 Aron Bjarnason (Breiðablik) á skot sem er varið
Tasev sér við Aroni.
33 Tikvesh fær hornspyrnu
33 Viktor Karl Einarsson (Breiðablik) fær gult spjald
Fær fyrsta spjald leiksins.
30 MARK! Kristófer Ingi Kristinsson (Breiðablik) skorar
0:2 - Þvílík afgreiðsla! Viktor Karl fær boltann frá Höskuldi og kemur honum á Kistófer Inga sem er vinstra megin í teignum með þröngt færi. Hann hamrar boltann í efra nærhornið og boltinn syngur í þaknetinu.
28 Ediz Spahiu (Tikvesh) á skot sem er varið
Kemur sér í gott skotfæri en Anton Ari ver vel.
27
Löng sókn heimamanna en þeir ná ekki skoti á markið.
23
Þá taka liðin vatnspásu enda 34 gráður úti.
13 MARK! Viktor Karl Einarsson (Breiðablik) skorar
0:1 - Blikar brjóta ísinn! Ísak Snær gerir frábærlega að koma boltanum á Viktor Karl sem er í dauðafæri og setur boltann í netið.
11 Gjorgi Gjorgjiev (Tikvesh) á skot sem er varið
Anton Ari sér við honum. Heimamenn með yfirhöndina.
7 Kristian Stojkovski (Tikvesh) á skot framhjá
Kominn í fínasta færi en setur boltann hátt yfir markið.
6 Breiðablik fær hornspyrnu
Blikar fá fyrstu hornspyrnu leiksins.
1 Gjorgi Gjorgjiev (Tikvesh) á skalla sem er varinn
Heimamenn strax í góðu færi en skalli Gjorgjiev er beint á Anton Ara.
1 Leikur hafinn
0
Tikvesh hafnaði í fjórða sæti heima fyrir með 44 stig á síðustu leiktíð. 20 stigum á eftir meisturum Shkendija.
0
Blikar þekkja vel til Norður-Makedóníu en til að komast í Sambandsdeildina í fyrra unnu Kópavogsbúar samlanda Tikvesh í Struga í umspili um sæti í deildinni.
0
Sigurlið viðureignarinnar mætir Drita frá Kósovó í 2. umferð Sambandsdeildarinnar.
0
Seinni leikurinn fer fram á Kópavogsvelli eftir nákvæmlega viku.
0
Góðan dag og verið velkomin með mbl.is í beina textalýsingu frá leik Tikvesh frá Norður-Makedóníu og Breiðabliks í fyrri leik liðanna í 1. umferð undankeppni Sambandsdeildarinnar.
Sjá meira
Sjá allt

Tikvesh: (4-5-1) Mark: Stefan Tasev. Vörn: Aleksandar Varelovski, Daniel Mojsov, Oliver Stoimenovski (Leo Guerra 46), Mihail Manevski (Filip Mihailov 78). Miðja: Ediz Spahiu, Mile Todorov (Blagoja Spirkoski 46), Kristian Stojkovski, Roberto Menezez Neto (David Manasievski 66), Martin Stojanov. Sókn: Gjorgi Gjorgjiev (Vitao 46).
Varamenn: Stojan Dimovski (M), Danail Tasev, Milovan Petrovikj, Stojan Petovski, Almir Cubara, Vitao, David Manasievski, Filip Mihailov, Martin Todorov, Leo Guerra, Araujo Wallace, Blagoja Spirkoski.

Breiðablik: (4-3-3) Mark: Anton Ari Einarsson. Vörn: Höskuldur Gunnlaugsson, Damir Muminovic, Viktor Örn Margeirsson, Andri Rafn Yeoman (Kristinn Steindórsson 61). Miðja: Arnór Gauti Jónsson, Oliver Sigurjónsson (Alexander Helgi Sigurðarson 61), Viktor Karl Einarsson. Sókn: Aron Bjarnason, Ísak Snær Þorvaldsson, Kristófer Ingi Kristinsson.
Varamenn: Jón Sölvi Símonarson (M), Brynjar Atli Bragason (M), Daniel Obbekjær, Arnór Sveinn Aðalsteinsson, Alexander Helgi Sigurðarson, Patrik Johannesen, Kristinn Steindórsson, Dagur Örn Fjeldsted, Kristinn Jónsson, Benjamin Stokke, Tumi Fannar Gunnarsson.

Skot: Breiðablik 4 (3) - Tikvesh 8 (7)
Horn: Breiðablik 4 - Tikvesh 5.

Lýsandi: Jökull Þorkelsson
Völlur: Todor Proeski, þjóðarleikvangurinn í Skopje

Leikur hefst
11. júlí 2024 18:30

Aðstæður:

Dómari: Jérémy Muller, Lúxemborg
Aðstoðardómarar: Yannick Mentz og Tom Hansen, Lúxemborg

mbl.is

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
04.04 16:45 Ísland : Noregur
04.04 19:00 Sviss : Frakkland
08.04 16:45 Ísland : Sviss
08.04 18:00 Noregur : Frakkland
30.05 18:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
03.06 18:00 Ísland : Frakkland
03.06 18:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
04.04 16:45 Ísland : Noregur
04.04 19:00 Sviss : Frakkland
08.04 16:45 Ísland : Sviss
08.04 18:00 Noregur : Frakkland
30.05 18:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
03.06 18:00 Ísland : Frakkland
03.06 18:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert