Málið komið á borð Interpol

Jónatan Ingi Jónsson með boltann í leik Vals í gærkvöldi.
Jónatan Ingi Jónsson með boltann í leik Vals í gærkvöldi. mbl.is/Arnþór Birkisson

Stuðningsmenn og stjórnarmenn albanska knatt­spyrnu­fé­lags­ins Vllaznia voru til vandræða eftir 2:2-jafntefli liðsins gegn Val á Hlíðarenda í gær.

https://www.mbl.is/sport/efstadeild/2024/07/11/stjornarmonnum_vals_hotad_liflati_logregla_a_stadnu/

Samkvæmt Vísi er málið á borði Interpol þar sem leikurinn var í Evrópukeppni og því alþjóðlegur viðburður á vegum UEFA.

Stuðningsmenn liðsins slógu gæslumann, hræktu á dómarann og slógu hann og stjórnarmaður liðsins kastaði aðskotahlut í dómarann.

Lögreglan sagði í samtali við mbl.is að enginn hafi verið handtekinn eftir leikinn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert