Mun ávallt muna eftir þessari tilfinningu

Natasha Anasi í hörðum slag í kvöld.
Natasha Anasi í hörðum slag í kvöld. mbl.is/Arnþór Birkisson

Natasha Anasi var í byrjunarliði í keppnisleik fyrir íslenska landsliðið í fótbolta í fyrsta skipti er liðið vann stórkostlegan sigur á Þýskalandi, 3:0, á heimavelli í undankeppni EM í kvöld. Með sigrinum var EM-sætið í höfn.

„Þetta er einn af mínum uppáhalds leikjum á ferlinum til þessa. Þetta var mikilvægur leikur og það er stórkostlegt að fá að vera hluti af þessu.

Við vörðumst vel allan leikinn, héldum skipulagi og gerðum vel þegar við vorum með boltann. Leikskipulagið okkar var gott og við framkvæmdum allt mjög vel,“ sagði Natasha við mbl.is eftir leik.

Natasha Anasi, til hægri, fagnar fyrsta marki leiksins með Glódísi …
Natasha Anasi, til hægri, fagnar fyrsta marki leiksins með Glódísi Perlu Viggósdóttur. mbl.is/Arnþór Birkisson

Hún átti ekki endilega von á að vera í byrjunarliðinu í kvöld.

„Það var geggjað að fá að vera í byrjunarliði og það kom mér svolítið á óvart. Ég var ánægð að fá traustið og það er erfitt að útskýra tilfinninguna þegar leikurinn var búinn.

Það er ótrúlegt að spila svona vel og vinna Þýskaland 3:0. Ég mun ávallt muna eftir þessari tilfinningu. 

Þjóðverjarnir nenntu þessu varla 

Natasha lék í vinstri bakverði, gerði það býsna vel og gat verið ánægð með sinn leik.

„Ég er mjög ánægð með mína spilamennsku. Ég reyndi að nýta styrkleika mína eins og ég gat. Ég reyndi að standa einn á móti einum og vera grimm. Ég vissi að Þjóðverjarnir voru varla að nenna þessum leik. Við létum þær finna fyrir því og ég náði að verjast vel.“

Hún þurfti að fara af velli í lokin vegna krampa, en hún hefur lítið spilað undanfarnar vikur.

„Ég var með mikinn krampa í lokin en ég gaf allt sem ég átti. Þetta var minn fyrsti alvöruleikur fyrir landsliðið í tvö ár og að það hafi verið svona leikur var æðislegt,“ sagði Natasha.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert