KA-menn unnu fallslaginn fyrir vestan

Daníel Hafsteinsson úr KA með boltann í dag. Fatai Gbadamosi …
Daníel Hafsteinsson úr KA með boltann í dag. Fatai Gbadamosi er til varnar. Ljósmynd/Halldór Sveinbjörnsson

KA hafði betur gegn Vestra, 2:0, í miklum fallslag í Bestu deild karla í fótbolta á Ísafirði í dag. KA fór úr 10. sæti og upp í 8. sæti með sigrinum en Vestri er enn í 11. sæti, tveimur stigum frá öruggu sæti. 

Fyrri hálfleikur einkenndist af mikilli stöðubaráttu útum allan völl og ekki mörg færi. Menn réðu illa við vindinn og það spennustigið var hátt. KA-menn léku með vindinn í bakið í fyrri hálfleik og voru því sterkari. Daníel Hafsteinsson átti tvö góð skot sem William varði vel.

Þegar fyrri hálfleikur virtist vera að renna sitt skeið fékk KA víti á 45 mínútu. Bjarni átti frábæra sendingu í gegn á Viðar sem lék á William sem braut á honum og víti dæmt. Hallgrímur Mar steig á punktinn og skoraði örugglega niður í vinstra hornið, 1:0 fyrir KA.

Stuttu síðar komst Viðar aftur í gegn en þá greip varnarmaður Vestra í hann og Viðar missti af boltanum. Heimamenn stálheppnir að sleppa þarna.

Vestramenn byrjuðu af krafti seinni hálfleikinn. Voru nokkrum sinnum nálægt því að skapa sér færi en náðu því ekki. Spennustigið var ansi hátt í heimamönnum og þeir náðu einhvern veginn ekkert að koma sér inn í leikinn. Náðu upp litlu spili, héldu illa í boltann og voru alltof mikið að drífa sig af öllu. KA-menn voru með stjórn á leiknum allan tímann. Vestri náði aldrei að opna þá eða ógna af einhvejru viti.

Það var svo á 75. mínútu þegar KA kemst í 2:0. Willard vann boltann framlega á vellinum og kom honum á Hallgrím Mar sem klobbaði varnarmann Vestra og komst í gegn og kláraði snyrtilega framhjá William. Frábærlega gert hjá Hallgrími.

Eftir þetta fjaraði leikurinn dálítið út en mikið af gulum spjöldu fóru á loft og tvö rauð í lokin líka. Fatai leikmaður Vestra fékk beint rautt eftir að fjórði dómari kom einhverju til skila til dómara leiksins.

Fyllilega sanngjarn sigur hjá KA-mönnum sem voru miklu betri í dag. Þeir voru með alla stjórn á leiknum þó sérstaklega eftir að þeir komust yfir. Heimamenn voru alls ekki nógu góðir og spennustigið var vanstillt.

KA-menn komast með sigrunum upp í 8. sæti með 15 stig. Miðað við frammistöðuna í dag þá eru KA-menn að fara sigla út úr þessari fallbaráttu. Vestramenn hinsvegar eru að sogast enn dýpra niður í fallbaráttuna og ef illa fer um næstu helgi á móti HK er útlitð svart. 

Lýsing uppfærist sjálfkrafa

Allar lýsingar í beinni

Vestri 0:2 KA opna loka
90. mín. Sveinn Margeir Hauksson (KA) fer af velli
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert