FH-ingar sterkari en HK á lokakaflanum

FH-ingar unnu sterkan sigur.
FH-ingar unnu sterkan sigur. mbl.is/Eyþór Árnason

FH hafði bet­ur gegn HK, 3:1, á heima­velli sín­um í Bestu deild karla í fót­bolta í kvöld. Með sigr­in­um fór FH upp í 24 stig og í fjórða sæti. HK er í tí­unda sæti með 13 stig, tveim­ur stig­um fyr­ir ofan fallsæti.

Ísak Óli Ólafs­son kom FH yfir á 12. mín­útu en Birn­ir Breki Burkna­son jafnaði á 33. mín­útu. Var staðan 1:1 fram að 79. mín­útu er Bjarni Guðjón Bryj­ólfs­son kom FH í 2:1. Sig­urður Bjart­ur Halls­son inn­siglaði síðan sig­ur­inn með þriðja mark­inu á 84. mín­útu.

Það var blíðskapar veður í Hafnarfirði, sól og léttur andvari, þegar FH-ingar tóku á móti Kópavogsbúunum í HK. Heimamenn byrjuðu leikinn talsvert betur og komst Björn Daníel Sverrisson, sóknarmaður FH, í tvö hörkufæri á 5. og 7.mínútu, þar af var seinna færið algjört dauðafæri, þegar Björn fékk sendingu inn fyrir vörn HK og þessi reyndi sóknarmaður setti boltann framhjá fjærstöng.

Á 11.mínútu fékk Arnór Borg Guðjohnsen boltann í teig HK og átti skot í stöng.
Heimamenn náðu svo loksins að brjóta ísinn á 12.mínútu þegar Kjartan Kári Halldórsson tók hornspyrnu, boltinn á nærstöng þar sem Ísak Óli Ólafsson koma á ferðinni og stangaði boltann í netið, 1:0- fyrir FH.

Það má segja að heimamenn hafi verið með öll völd á vellinum fyrsta hálftímann en þá byrjuðu gestirnir að ýta á bensíngjöfina. George Nunn, sóknarmaður HK, átti tvö góð skot á þrítugustu mínútu og eftir það fékk FH hornspyrnu.

HK-ingar hreinsuðu hornið í burtu og geystust upp í skyndisókn. Varamaðurinn Atli Þór Jónasson átti góðan sprett upp völlinn og fékk sendingu inn fyrir. Ástbjörn Þórðarson kom að Atla og Sindri Kristinn markmaður kom út á móti. Ástbjörn átti góða tæklingu og boltinn skaust í Sindra og þaðan útí teiginn. Þar mætti Birnir Breki Burknason og skoraði flott mark. Staðan allt í einu orðin jöfn 1:1 og 33.mínútur búnar.

Fátt markvert gerðist það sem eftir var af fyrri hálfleik og liðin héldu jöfn inní búningsklefa.

Seinni hálfleikur var tíðindalítill framan af, þangað til að bæði lið gerðu talsvert af skiptingum. Heimamenn voru sterkari og komust í betri stöður án þess að skapa teljandi hættu. Það lá þó í loftinu að HK-ingum tækist að fara heim með einn punkt en varamaðurinn úr Þorpinu og leikmaður FH, Bjarni Guðjón Brynjólfsson, var ekki á sama máli. Uppúr hornspyrnu barst boltinn til hans 79.mínútu og hann átti þrumuskot við vítateigslínu upp við vinkilinn nær. Þvílíkt mark hjá Bjarna og heimamenn komnir yfir 2:1!

Heimamenn ráku svo smiðshöggið með þriðja markinu á 84.mínútu þegar Sigurður Bjartur Hallsson skoraði með góðu skoti eftir frábæran undirbúning frá Vuk Oskar Dimitrijevic, 3:1.

Á 92.mínútu hefðu FH-ingar geta sett fjórða markið þegar Kjartan Kári Halldórsson komst í dauðafæri, komst einn á móti Arnari í marki HK en hann skaut yfir.

Leiknum lauk með öruggum sigri Hafnfirðinga, 3:1.

FH í fjórða sæti eftir leikinn en HK í því tíunda.

Lýsing uppfærist sjálfkrafa

Allar lýsingar í beinni

Aðrir virkir leikir

Fylkir 3:0 ÍA opna
90. mín. Leik lokið Frábær sigur Fylkismanna niðurstaðan.

Leiklýsing

FH 3:1 HK opna loka
90. mín. Uppbótartími er 4 mínútur.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert