Fylkir fór illa með Skagamenn

Fylkismenn unnu góðan sigur í Árbænum.
Fylkismenn unnu góðan sigur í Árbænum. mbl.is/Óttar Geirsson

Fylkir vann kærkominn sigur á ÍA, 3:0, í Bestu deild karla í knattspyrnu í Árbænum í kvöld.

Fylkismenn fara upp úr neðsta sæti í það ellefta með 11 stig, jafnmörg og Vestri en betri markatölu. ÍA er dottið niður í fimmta sæti því FH vann HK. 

Fylkismenn komust yfir á 16. mínútu leiksins með glæstu marki. Þá átti Ómar Björn Stefánsson frábæra sendingu á Guðmund Tyrfingsson sem var með mikið pláss vinstra megin. 

Guðmundur keyrði inn á teiginn og gaf hann aftur á Ómar sem smellti boltanum í netið, 1:0. 

Fylkismenn héldu uppteknum hætti áfram og á 29. mínútu kom Orri Sveinn Segatta þeim í 2:0. Þá stangaði hann hornspyrnu Arnórs Breka Ásþórssonar í netið. 

Skagamenn sóttu í sig veðrið í síðari hálfleik og fengu nokkur góð færi. Jón Gísli Eyland Gíslason skaut boltanum í slána á 51. mínútu og Marko Vardic fékk gott skallafæri nokkrum mínútum síðar. 

Á 70. mínútu fékk Viktor Jónsson gott skallafæri en stýrði boltanum rétt fram hjá markinu. Hinrik Harðarson fékk gullið tækifæri á 83. mínútu en setti boltann vel fram hjá. 

Aron Snær Guðbjörnsson kom Fylkismönnum í 3:0 á 86. mínútu leiksins. Þá var Nikulás Val Gunnarsson einn gegn Árna Marinó Einarssyni og ákvað að gefa á Aron frekar en að skjóta. 

Sú ákvörðun reyndist góð því boltinn barst til Arons sem sendi hann inn í tómt markið. 

Fylkir heimsækir Stjörnuna í næstu umferð en ÍA heimsækir FH. 

Lýsing uppfærist sjálfkrafa

Allar lýsingar í beinni

Aðrir virkir leikir

FH 3:1 HK opna
90. mín. Leik lokið 90+4 Leikurinn endar með öruggum 3:1 sigri FH-inga.

Leiklýsing

Fylkir 3:0 ÍA opna loka
90. mín. Þremur mínútum bætt við.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert