Saka íslenska fjölmiðla um lygar

Guðmundur Andri Tryggvason með boltann gegn Vllaznia á Hlíðarenda.
Guðmundur Andri Tryggvason með boltann gegn Vllaznia á Hlíðarenda. mbl.is/Arnþór Birkisson

Albanska knattspyrnufélagið Vllaznia gaf frá sér yfirlýsingu í gær vegna fréttaflutnings íslenskra fjölmiðla af látum stuðnings- og stjórnarmanna félagsins eftir 2:2 jafnteflið við Val í fyrri leik liðanna í 1. umferð Sambandsdeildar Evrópu á fimmtudag í síðustu viku.

Lúkas Logi Heimisson skoraði jöfnunarmark Vals á níundu mínútu uppbótartímans og varð allt vitlaust í kjölfarið.

Stuðningsmenn slógust við gæslumenn og köstuðu aðskotahlutum í dómara. Þá var stjórnarmönnum Vals hótað lífláti eftir leik og lögregla kölluð til.

Vllaznia vísar allri slíkri hegðun stuðnings- og stjórnarmanna sinna á bug.

„Undanfarna daga hafa margir íslenskir fjölmiðlar birt niðrandi og rangar fréttir um Vllaznia og stuðningsmenn félagsins. Íslenskir fjölmiðlar og Valur ættu að þegja, því stuðningsmenn andstæðinganna eru alltaf velkomnir og við tökum vel á móti þeim,“ segir m.a. í yfirlýsingunni.

Seinni leikur Vals og Vllaznia fer fram á fimmtudaginn kemur. Sigurvegarinn í einvíginu mætir St. Mirren frá Skotlandi í 2. umferð.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert