Valsleikurinn verður ekki færður þrátt fyrir hótanir

Jónatan Ingi Jónsson með boltann í fyrri leik Vals gegn …
Jónatan Ingi Jónsson með boltann í fyrri leik Vals gegn Vllaznia. mbl.is/Arnþór Birkisson

Valur mætir Vllaznia í 1. umferð forkeppninnar í Sambandsdeildinni úti í Albaníu þrátt fyrir hótanir og leiðindi stuðningsmanna og stjórnarmanna liðsins á Hlíðarenda í síðustu viku.

https://www.mbl.is/sport/efstadeild/2024/07/11/stjornarmonnum_vals_hotad_liflati_logregla_a_stadnu/

Stjórn­ar­menn Vllaznia  hótuðu að myrða stjórn­ar­menn Vals við kom­una til Alban­íu. Stuðnings­maður Vllaznia hrækti á dóm­ara og ann­ar stuðnings­maður kastaði vatns­brúsa í aðal­dóm­ar­ann.

Jörundur Áki Sveinsson starfandi framkvæmdastjóri KSÍ, sagði í samtali við 433.is að leikurinn færi fram á heimavelli liðsins, málið væri á borði UEFA en niðurstaða verði ekki kominn áður en leikurinn fer fram á fimmtudaginn.

Stuðningsmenn Vllaznia hafa síðan sett ljót ummæli við nokkrar myndir á samfélagsmiðlum Vals. Þar var liðið ásakað um að hagræða úrslitum og einn kallaði liðið „helvítis sníkjudýr“ og annar kallaði leikmenn „gagnslausa tapara“ sem ætti að fótbrjóta.

Lúkas Logi Heimisson, sem skoraði jöfnunarmark Vals, sagði við mbl.is á föstudaginn að hann væri ekki búnn að fá nein skilaboð sjálfur frá stuðningsmönnum sjálfur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert