14. umferð: Skoraði mörk númer 100 og 101

Hallgrímur Mar Steingrímsson og Fatai Gbadamosi í leik Vestra og …
Hallgrímur Mar Steingrímsson og Fatai Gbadamosi í leik Vestra og KA á sunnudaginn þar sem Hallgrímur skoraði tvívegis. Ljósmynd/Halldór Sveinbjörnsson

Hallgrímur Mar Steingrímsson hefur verið í stóru hlutverki hjá KA í Bestu deild karla undanfarnar vikur og á sunnudaginn náði hann enn einum áfanganum á ferlinum þegar KA vann Vestra, 2:0, í 14. umferð deildarinnar á Ísafirði.

Hallgrímur skoraði bæði mörk KA og það fyrra var hans hundraðasta mark í deildakeppninni hér á landi. Hann er því kominn með 101 mark, þar af 63 í efstu deild, 31 í 1. deild og sjö í 2. deild. Markamet Hallgríms fyrir KA í efstu deild er 59 mörk.

Hann hefur skorað þessi mörk í 338 leikjum, þar af 184 í efstu deild, 123 í 1. deild og 31 leik í 2. deild. Þar af eru 90 fyrir KA, sjö fyrir Völsung og fjögur fyrir Víking í Reykjavík.

Tveir leikmenn skoruðu sitt fyrsta mark í efstu deild þegar FH vann HK 3:1 í Kaplakrika í gærkvöld. Það voru Birnir Breki Burknason sem skoraði mark HK og jafnaði, og Bjarni Guðjón Brynjólfsson sem kom FH í 2:1. Þá skoraði Ísak Óli Ólafsson sitt fyrsta mark fyrir FH í deildinni þegar hann gerði fyrsta mark leiksins.

Tveir af leikjum fjórtándu umferðar fóru fram í lok maí þegar Breiðablik og Víkingur skildu jöfn, 1:1, og Valur vann Stjörnuna, 5:1.

Úrslit­in í 14. um­ferð:

Fram - KR 1:0
Vestri - KA 0:2
FH - HK 3:1
Fylk­ir - ÍA 3:0

Marka­hæst­ir í deild­inni:
12 Vikt­or Jóns­son, ÍA
11 Pat­rick Peder­sen, Val

7 Emil Atla­son, Stjörn­unni
7 Jónatan Ingi Jóns­son, Val
6 Danij­el Dej­an Djuric, Vík­ingi R.
6 Guðmund­ur Magnús­son, Fram
6 Gylfi Þór Sig­urðsson, Val

6 Hall­grím­ur Mar Stein­gríms­son, KA
6 Helgi Guðjóns­son, Vík­ingi R.

6 Sig­urður Bjart­ur Halls­son, FH
5 Arnþór Ari Atla­son, HK

5 Beno­ný Breki Andrés­son, KR
5 Ja­son Daði Svanþórs­son, Breiðabliki
5 Tryggvi Hrafn Har­alds­son, Val
5 Úlfur Ágúst Björns­son, FH
4 Ari Sig­urpáls­son, Vík­ingi R.

4 Aron Elís Þránd­ar­son, Vík­ingi R.
4 Atli Sig­ur­jóns­son, KR
4 Björn Daní­el Sverr­is­son, FH
4 Daní­el Haf­steins­son, KA
4 Hauk­ur Örn Brink, Stjörn­unni
4 Jón Gísli Ey­land, ÍA
4 Vikt­or Karl Ein­ars­son, Breiðabliki

Næstu leik­ir:
20.7. HK - Vestri
20.7. KA - Víkingur R.
21.7. Fram - Valur
21.7. Breiðablik - KR
21.7. Stjarnan - Fylkir
22.7. FH - ÍA

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert