Fjórar breytingar á liði Íslands – Emilía byrjar

Emilía Kiær Ásgeirsdóttir, lengst til hægri, er í byrjunarliði íslenska …
Emilía Kiær Ásgeirsdóttir, lengst til hægri, er í byrjunarliði íslenska liðsins í fyrsta skipti. Kristinn Magnússon

Þorsteinn Halldórsson gerir fjórar breytingar á byrjunarliði íslenska landsliðsins fyrir leik liðsins gegn Póllandi í undankeppni Evrópumóts kvenna í fótbolta í Sosnowiec í Póllandi en flautað verður til leiks klukkan 17.

Hin 19 ára gamla Emilía Kiær Ásgeirsdóttir er í fyrsta skipti í byrjunarliði íslenska liðsins en fyrr á árinu valdi hún að spila fyrir íslenska landsliðið frekar en það danska.

Þá koma þær Selma Sól Magnúsdóttir, Guðrún Arnardóttir og Hlín Eiríksdóttir einnig inn í byrjunarliðið frá leiknum við Þýskaland síðastliðinn föstudag.

Byrjunarlið Íslands:
Mark: Fanney Inga Birkisdóttir.
Vörn: Guðrún Arnardóttir, Glódís Perla Viggósdóttir, Ingibjörg Sigurðardóttir, Guðný Árnadóttir.
Miðja: Karólína Lea Vilhjálmsdóttir, Selma Sól Magnúsdóttir, Alexandra Jóhannsdóttir.
Sókn: Emilía Kiær Ásgeirsdóttir, Sveindís Jane Jónsdóttir, Hlín Eiríksdóttir.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert