HK riftir samningi sínum við Belgann

Marciano Aziz í leik með HK.
Marciano Aziz í leik með HK. mbl.is/Óttar Geirsson

Belgíski knattspyrnumaðurinn Marciano Aziz er ekki lengur leikmaður HK. 

Frá þessu greinir HK í tilkynningu í dag en þar kemur fram að félagið hafi komist að samkomulagi við Aziz um að ljúka samningi sínum. 

Aziz gekk til liðs við HK fyrir tímabilið 2023 en hann var áður hjá Aftureldingu seinni hluta tímabilsins 2022.

Þar sló hann í gegn og skoraði 10 mörk í 10 leikjum í 1. deildinni en náði ekki að fylgja því eftir hjá HK. Hann lék 27 leiki með Kópavogsliðinu í Bestu deildinni og skoraði þrjú mörk. Þar af voru aðeins fimm leikir á þessu tímabili og ekkert mark og hann hefur aðeins komið við sögu í einum af síðustu tíu leikjum liðsins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert