Vítaklúður á síðustu sekúndu sendi Víkinga úr Meistaradeildinni

Einbeittir Víkingar þjappa sér saman í upphafi síðari hálfleiks.
Einbeittir Víkingar þjappa sér saman í upphafi síðari hálfleiks. Ljósmynd/Inpho Photography

Íslandsmeistarar Víkings úr Reykjavík máttu þola afskaplega svekkjandi tap fyrir Shamrock Rovers frá Írlandi, 2:1, í seinni leik liðanna í 1. umferð undankeppni Meistaradeildar karla í knattspyrnu í Dyflinni klukkan 19.

Fyrri leikurinn fór 0:0 og fer Shamrock því samanlagt 2:1 áfram og mætir Sparta Prag í annarri umferð. 

Víkingar mæta hins vegar tapliðinu úr viðureign Borac Banja Luka frá Bosníu og Egnatia frá Albaníu í 2. umferð undankeppni Sambandsdeildarinnar. 

Fyrirliðinn Nikolaj Hansen setti boltann í utanverða stöngina úr vítaspyrnu á síðustu sekúndum leiksins, en mark þar hefði tryggt framlengingu.

Karl Friðleifur Gunnarsson og Trevor Clarke eigast við í Dublin …
Karl Friðleifur Gunnarsson og Trevor Clarke eigast við í Dublin í kvöld. Ljosmynd/Inpho Photography

Afleitar 20 mínútur hjá Víkingum

Víkingar fóru vel af stað og Helgi Guðjónsson fékk strax gott færi á annarri mínútu en varnarmenn Shamrock Rovers köstuðu sér fyrir boltann. 

Góði kafli Víkinga entist ekki lengi því á áttundu mínútu leiksins kom Johnny Kenny Shamrock yfir. 

Þá fékk hann sendingu í gegn og fór afar illa með Oliver Ekroth. Hann var síðan einn gegn Ingvari Jónssyni markverði Víkinga og renndi boltanum í netið. 

Erlingur Agnarsson í baráttu í Dublin í kvöld.
Erlingur Agnarsson í baráttu í Dublin í kvöld. Ljósmynd/Inpho Photography

Kenny var aftur á ferðinni á 20. mínútu þegar að hann fékk allan tímann í heiminum til að athafna sig inn í teig Víkinga. Hann fór í skotið sem var laust og lélegt en fór samt einhvern veginn fram hjá Ingvari og í netið, 2:0 fyrir heimamönnum. 

Shamrock lokaði á sóknarleik Víkinga restina af fyrri hálfleiknum og fór 2:0-yfir til búningsklefa. 

Góður seinni hálfleikur

Ari Sigurpálsson fékk dauðafæri á upphafsmínútum seinni hálfleiksins en hann hitti ekki boltann og setti hann yfir markið. 

Nikolaj Hansen minnkaði muninn fyrir Víkinga á 61. mínútu leiksins. Þá stangaði hann fyrirgjöf Ara snilldarlega í netið, 2:1.

Jack Bryne fékk sitt annað gula spjald og jafnframt rautt á 75. mínútu eftir tæklingu á Valdimari Þór Ingimundarsyni. Víkingar voru því manni fleiri síðustu 15 mínúturnar. 

Johnny Kenny kemur Shamrock Rovers yfir gegn Víkingi í kvöld …
Johnny Kenny kemur Shamrock Rovers yfir gegn Víkingi í kvöld án þess að Ingvar Jónsson fái nokkuð við gert. Ljósmynd/Inpho Photography

Á síðustu sekúndum leiksins braut Roberto Lopes á Valdimari inn í teig og Jarred Gillet dómari benti á punktinn. 

Á hann steig fyrirliðinn Nikolaj en hann setti boltann í utanverða stöngina og Gillet flautaði leikinn af og Shamrock fór áfram. 

Arnar Gunnlaugsson á vellinum í Dublin í kvöld.
Arnar Gunnlaugsson á vellinum í Dublin í kvöld. Ljósmynd/Inpho Photography
Pablo Punyed hitar upp í Dublin í kvöld.
Pablo Punyed hitar upp í Dublin í kvöld. Ljósmynd/Inpho Photography
Víkingar skoða völlinn fyrir leikinn í kvöld.
Víkingar skoða völlinn fyrir leikinn í kvöld. Ljósmynd/Inpho Photography
Lýsing uppfærist sjálfkrafa

Allar lýsingar í beinni

Aðrir virkir leikir

Pólland 0:1 Ísland opna
90. mín. Leik lokið Verðskuldaður sigur og hann hefði getað verið stærri. Sveindís hetjan og hinum megin varðist íslenska liðið vel.

Leiklýsing

Shamrock 2:1 Víkingur R. opna loka
90. mín. +5 Pöhls étur fyrirgjöf í teignum og þetta er að fjara út hjá Víkingum.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert