Frá Spáni í Laugardalinn

Elísabet Freyja Þorvaldsdóttir í leik á síðasta tímabili.
Elísabet Freyja Þorvaldsdóttir í leik á síðasta tímabili. mbl.is/Árni Sæberg

Knattspyrnukonan Elísabet Freyja Þorvaldsdóttir er komin aftur heim í Þrótt í Bestu deild kvenna frá spænska liðinu Europa.

Hún fær leikheimild á morgun en hún hefur spilað með Euopa í Barcelona síðustu mánuði þar sem hún er í skóla.

Hún átti flott tímabil með liðinu úti og skoraði eitt mark gegn Atletico Madrid B. Hún hefur spilað 87 deildarleiki á Íslandi og þar af 59 í efstu deild.

Þróttur er í 8. sæti með 10 stig eftir 12 leiki og hefur átt erfitt tímabil. Liðinu hefur gengið illa í ár en í fyrra en liðið endaði í 3. sæti. Næsti leikur liðsins er gegn FH á laugardaginn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert