Hann hefur ekki náð sér á strik vegna meiðsla

Alexander Helgi Sigurðarson í leik með Breiðablik á tímabilinu.
Alexander Helgi Sigurðarson í leik með Breiðablik á tímabilinu. mbl.is/Óttar Geirsson

Breiðablik tilkynnti í dag að Alexander Helgi Sigurðarson geri ekki nýjan samning en hann rennur út eftir þetta tímabil. Hann er uppalinn Bliki og hefur spilað rúmlega 100 leiki fyrir fótboltafélagið.

„Alexander er að renna út á samningi í lok tímabils, hann er uppalinn Bliki en hefur því miður ekki náð sér á strik síðustu ár vegna meiðsla. Hann hefur verið mikið frá og það voru báðir aðilar sammála um það að  þetta væri góður tími til þess að prófa eitthvað annað og vonandi gengur honum vel.

Hann er alltaf velkominn aftur í Breiðablik en þetta er staðan núna en hann klárar tímabilið með okkur og við væntum mikils af honum út þetta tímabil og svo kemur í ljós hvað verður í framhaldinu,“ sagði Halldór Árnason, þjálfari Breiðabliks. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert