Landsliðskonan til liðs við Val

Natasha Anasi í færi við mark Þýskalands síðasta föstudag.
Natasha Anasi í færi við mark Þýskalands síðasta föstudag. mbl.is/Arnþór Birkisson

Natasha Anasi, landsliðskona í knattspyrnu, er gengin til liðs við Íslandsmeistara Vals en hún gerði starfslokasamning við Brann í Noregi á dögunum.

Natasha hefur verið hálft annað ár í Noregi en missti af nær öllu tímabilinu 2023 eftir að hafa slasast illa snemma á árinu.

Hún lék annars á Íslandi frá 2014, fyrst með ÍBV í þrjú ár, þá með Keflavík í fimm ár, og loks með Breiðabliki tímabilið 2022 áður en hún gekk til liðs við Brann.

Natasha lék sinn sjötta landsleik á dögunum þegar hún var í byrjunarliði Íslands í sigrinum glæsilega gegn Þýskalandi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert