Mun yfirgefa Breiðablik

Alexander Helgi Sigurðarson hefur spilað 79 leiki í efstu deild …
Alexander Helgi Sigurðarson hefur spilað 79 leiki í efstu deild með Breiðablik. mbl.is/Óttar

Knattspyrnumaðurinn Alexander Helgi Sigurðarson mun yfirgefa Breiðablik þegar yfirstandandi leiktímabili lýkur.

Breiðablik tilkynnti þetta í dag en það var það niðurstaða samtala milli hans og Breiðabliks að endurnýja ekki núgildandi samning.

Alexander er uppalinn í Breiðablik og hefur spilað 109 meistaraflokksleiki með liðinu frá 2016 og spilað 10 leiki í Bestu deild karla á tímabilinu eftir 14 umferðir. Hann kom inn á í leik liðsins gegn Tikvesh í 1. um­ferð undan­keppni Sam­bands­deild­ar karla í knatt­spyrnu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert