Sá yngsti í sögunni frá FH í Breiðholtið

Gils Gíslason er kominn til ÍR.
Gils Gíslason er kominn til ÍR. Ljósmynd/ÍR

Knattspyrnudeild ÍR hefur fengið sóknarmanninn Gils Gíslason að láni út leiktíðina frá FH. Gils, sem er fæddur árið 2007, hefur leikið einn leik með FH í efstu deild.

Gils er yngsti leikmaður sögunnar í efstu deild hér á landi en hann lék 14 ára og 318 daga gamall með FH gegn ÍA í lokaumferð deildarinnar haustið 2022.

Hann hefur einnig leikið með U15 og U17 ára landsliðum Íslands og skorað fjögur mörk í fjórum leikjum í landsliðstreyjunni.

ÍR-ingar hafa komið mörgum á óvart í 1. deildinni í sumar þar sem liðið er í fjórða sæti með 19 stig eftir 12 leiki, en ÍR-ingar eru nýliðar í deildinni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert