„Samfélagsmiðlar alltaf fullir af morðhótunum“

Halldór Árnason, þjálfari meistaraflokks karla hjá Breiðablik.
Halldór Árnason, þjálfari meistaraflokks karla hjá Breiðablik. mbl.is/Anton

Hörður Ágústs­son, fjöl­miðlafull­trúi Víkings í Bestu deild karla, talaði um morðhótanir sem lið fá á samfélagsmiðlum eftir leiki á X í morgun en Halldór Árnason, þjálfari Breiðabliks, sagði að það væri ekkert nýtt.

„Samfélagsmiðlar eru alltaf fullir af morðhótunum eftir hvern einasta leik hvort sem það er í Evrópuleikjum eða heima svo ég átta mig ekki á alvarleikanum þar, okkar menn munu taka því alvarlega ef þetta verður alvarlegt. Við reynum að fókusa á okkur og halda slíkum málum innanhús,“ sagði Halldór í viðtali við mbl.is í dag.

Víkingur tapaði einvíginu sínu í 1. um­ferð undan­keppni Meist­ara­deild­ar karla gegn írska liðinu Shamrock Rovers og Breiðablik er undir í einvíginu gegn Tikvesh í undan­keppni Sam­bands­deild­arinnar.

„Það er dramatík inni á vellinum líka og það sést á þessum úrslitum að það er erfitt að vinna Evrópuleiki og ég tala ekki um einvígi, það er meira en að segja það og við þurfum að eiga agaðan og góðan leik á morgun,“ sagði Halldór en liðin mætast í seinni leiknum í einvíginu á Kópavogsvelli á morgun.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert