Svíinn farinn frá nýliðunum

Johannes Selvén skoraði eitt mark í níu deildarleikjum með Vestra.
Johannes Selvén skoraði eitt mark í níu deildarleikjum með Vestra. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Sænski knattspyrnumaðurinn Johannes Selvén hefur yfirgefið herbúðir Vestra og snúið aftur til OB í Danmörku, en hann var að láni hjá Vestra frá OB. 

Svíinn, sem er á 21 aldursári, lék níu leiki með Vestra í Bestu deildinni og skoraði eitt mark. Þá lék hann einnig einn bikarleik.

„Við þökkum Johannes kærlega fyrir og hlökkum til að fylgjast með honum í náinni framtíð,“ segir m.a. í yfirlýsingu Vestra.

Vestri er í botnsæti Bestu deildarinnar með 11 stig eftir 14 leiki, tveimur stigum frá öruggu sæti.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert