Vítakeppni og Víkingar fara til Albaníu

Valdimar Þór Ingimundarson og félgar í Víkingi mæta Egnatia frá …
Valdimar Þór Ingimundarson og félgar í Víkingi mæta Egnatia frá Albaníu í 2. umferð Sambandsdeildarinnar. Ljósmynd/Inpho Photography

Íslands- og bikarmeistarar Víkings úr Reykjavík mæta Egnatia frá Albaníu í 2. umferð Sambandsdeildar Evrópu í fótbolta en það varð ljóst eftir að Egnatia féll úr leik í Meistaradeildinni í kvöld.

Víkingur féll úr leik í Meistaradeildinni í gær með tapinu gegn Shamrock Rovers og fór því í 2. umferð Sambandsdeildarinnar þar sem andstæðingurinn verður Egnatia, sem er albanskur meistari. 

Egnatia mátti þola tap gegn Borac Banja Luka frá Bosníu á heimavelli í vítakeppni í kvöld. Staðan eftir tvo leiki var 2:2 og því var framlengt. Ekkert var skorað í framlengingunni og var bosníska liðið sterkara í vítakeppninni.

Valur leikur seinni leik sinn við Vllaznia frá Albaníu í 1. umferð Sambandsdeildarinnar ytra á morgun, en liðin skildu jöfn, 2:2, í fyrri leiknum á Hlíðarenda. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert