Á leið heim frá Englandi í Aftureldingu

Jökull Andrésson, til hægri á æfingu með 21-árs landsliði Íslands.
Jökull Andrésson, til hægri á æfingu með 21-árs landsliði Íslands. Eggert Jóhannesson

Knattspyrnumarkvörðurinn Jökull Andrésson er að óbreyttu á leið heim til Íslands eftir sjö ár í röðum enska félagsins Reading, og gengur til liðs við uppeldisfélagið Aftureldingu, samkvæmt heimildum mbl.is.

Jökull er 22 ára gamall og fór kornungur til Englands. Hann hefur ekki leikið með aðalliði Reading en verið lánaður til fimm félaga í neðri deildum á undanförnum árum. Jökull lék með Carlisle síðasta vetur og áður með Stevenage, Exeter, Morecambe og Hungerford.

Hann á að baki einn A-landsleik og sjö leiki með yngri landsliðum Íslands.

Afturelding hefur ekki náð að fylgja eftir góðu gengi á síðasta ári þegar liðið var nærri því að vinna sér sæti í Bestu deildinni, og er í níunda sæti 1. deildar karla eftir tólf umferðir.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert