Andstæðingar Vals eiga von á vænni sekt (mynd)

Frá fyrri leik liðanna á Hlíðarenda.
Frá fyrri leik liðanna á Hlíðarenda. mbl.is/Arnþór Birkisson

Valur gerði afar góða ferð til Albaníu og vann Vllaznia, 4:0, í seinni leik liðanna í Sambandsdeild Evrópu í fótbolta í kvöld.

Valur komst í 4:0 um miðbik seinni hálfleiks og voru stuðningsmenn albanska liðsins allt annað en sáttir þegar skammt var eftir. Tóku þá um tíu stuðningsmenn liðsins upp á því að kveikja á blysum og kasta inn á völlinn.

Var leikurinn stöðvaður í stutta stund vegna þessa. Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, fylgdist vel með gangi mála í Shkodër þar sem stuðningsmenn og stjórnarmenn albanska félagsins gerðu sig seka um slæma hegðun eftir fyrri leikinn á Hlíðarenda.

Valsmenn kvörtuðu í UEFA í kjölfarið og sambandið setti leikinn á viðvörunarlista. Er ljóst að Vllaznia á von á vænni sekt fyrir athæfi stuðningsmannanna, en mynd af blysunum á vellinum má sjá hér fyrir neðan. 

Fjölmörg blys loguðu á vellinum.
Fjölmörg blys loguðu á vellinum. Ljósmynd/Skjáskot
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert