Endurkoma og Breiðablik áfram

Ísak Snær Þorvaldsson sækir að marki Tikvesh á Kópavogsvelli í …
Ísak Snær Þorvaldsson sækir að marki Tikvesh á Kópavogsvelli í kvöld. mbl.is/Arnþór Birkisson

Breiðablik og Tikvesh áttust við í síðari leik liðanna í fyrstu umferð undankeppni Sambandsdeildar Evrópu í fótbolta í kvöld og lauk leiknum með sigri Breiðabliks 3:1.

Leikið var á Kópavogsvelli. Breiðablik vann einvígið því samanlagt 5:4 og er komið áfram í næstu umferð. Fyrri leik liðanna lauk 3:2 fyrir Tikvesh í Norður-Makedóníu og Bikar unnu því einvígið, 5:4, og mæta Drita frá Kósóvó í annarri umferð.

Heimamenn í Breiðabliki voru mun betri í fyrri hálfleik og yfirspiluðu gestina frá Norður-Makedóníu á köflum. Það breytti því þó ekki að það voru gestirnir sem komust yfir í leiknum strax á 8. mínútu með marki frá Ediz Spahiu eftir sendingu frá Vitao. Staðan 1:0 fyrir gestina og samanlagt 4:2.

Eftir þetta sóttu leikmenn blika án afláts. Á 16. mínútu fékk Kristinn Steindórsson frábært skotfæri en skotið yfir markið. Á 32. mínútu fékk Ísak Snær Þorvaldsson upplagt færi eftir hornspyrnu en hann skallaði yfir.

Aron Bjarnason sóknarmaður Breiðabliks í baráttu við varnarmann Tikvesh í …
Aron Bjarnason sóknarmaður Breiðabliks í baráttu við varnarmann Tikvesh í kvöld. mbl.is/Arnþór Birkisson

Blikar fengu aðra hornspyrnu á 41. mínútu leiksins. Kristinn Steindórsson fékk þá fínt marktækifæri en skalli hans fór framhjá markinu.

Á 44. mínútu leiksins dró til tíðinda. Alexander Helgi Sigurðarson gaf boltann fyrir mark gestanna sem hreinsuðu boltann út úr vítateignum. Þar var mættur Kristinn Steindórsson sem skaut boltanum viðstöðulaust í bláhornið og skoraði. Staðan orðin 1:1 og samanlagt 4:3 fyrir gestina.

Staðan í hálfleik á Kópavogsvelli 1:1.

Kristinn Steindórsson með boltann í vítateig Tikvesh en hann kom …
Kristinn Steindórsson með boltann í vítateig Tikvesh en hann kom Blikum í 2:1. mbl.is/Arnþór Birkisson

Gestirnir frá Makedóníu byrjuðu síðari hálfleikinn strax á því að tefja og var alveg ljóst að þeir ætluðu að reyna að halda fengnum hlut í 45 mínútur. Því voru heimamenn ekki sammála því strax á 53. mínútu komust leikmenn Breiðabliks yfir í leiknum með marki frá fyrirliðanum Höskuldi Gunnlaugssyni, 2:1.

Í kjölfar marksins gerður gestirnir fjórar skiptingar á stuttum kafla. Það breytti því þó ekki að heimamenn héldu áfram að sækja að marki Tikvesh  og 74. mínútu fékk Kristinn Steindórsson úrvalsfæri eftir skyndisókn en skot hans framhjá.

Höskuldur Gunnlaugsson kom Blikum yfir.
Höskuldur Gunnlaugsson kom Blikum yfir. mbl.is/Arnþór Birkisson

Blikar gerðu tvöfalda skiptingu á 75. mínútu en strax í kjölfarið fengu gestirnir frábært færi til að jafna en skot Léo Guerra fór rétt framhjá.

Á 85 mínútu komust heimamenn í Breiðabliki 3:1 yfir og samanlagt 5:4 þegar Patrik Johannesen gaf stungusendingu á Kristófer Inga Kristinsson. Daniel Mojsov miðvörður Tikvesh reyndi að tækla hann en sendi þá boltann rakleitt framhjá úthlaupandi markverðinum og í eigið mark.

Fleiri urðu mörkin ekki og eru Blikar komnir í næstu umferð Sambandsdeildar Evrópu og mæta þeir liði Drita frá Kósovó í næstu umferð.  

Lýsing uppfærist sjálfkrafa

Allar lýsingar í beinni

Aðrir virkir leikir

Vllaznia 0:4 Valur opna
90. mín. Leik lokið Stórkostlegur sigur Valsmanna. Þeir mæta St. Mirren frá Skotlandi í næstu umferð.
Linfield 3:2 Stjarnan opna
90. mín. Chris Shields (Linfield) fær rautt spjald +3 Þvílík innkoma hjá Hauki. Fer afskaplega illa með varnarmenn Linfield og Shields brýtur á honum sem aftasti maður og er sendur í sturtu.

Leiklýsing

Breiðablik 3:1 Tikvesh opna loka
90. mín. Patrik Johannesen (Breiðablik) fær gult spjald
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert