Endurkoma og Breiðablik áfram

Ísak Snær Þorvaldsson sækir að marki Tikvesh á Kópavogsvelli í …
Ísak Snær Þorvaldsson sækir að marki Tikvesh á Kópavogsvelli í kvöld. mbl.is/Arnþór Birkisson

Breiðablik og Tikvesh átt­ust við í síðari leik liðanna í fyrstu um­ferð undan­keppni Sam­bands­deild­ar Evr­ópu í fót­bolta í kvöld og lauk leikn­um með sigri Breiðabliks 3:1.

Leikið var á Kópa­vogs­velli. Breiðablik vann ein­vígið því sam­an­lagt 5:4 og er komið áfram í næstu um­ferð. Fyrri leik liðanna lauk 3:2 fyr­ir Tikvesh í Norður-Makedón­íu og Bik­ar unnu því ein­vígið, 5:4, og mæta Drita frá Kósóvó í ann­arri um­ferð.

Heima­menn í Breiðabliki voru mun betri í fyrri hálfleik og yf­ir­spiluðu gest­ina frá Norður-Makedón­íu á köfl­um. Það breytti því þó ekki að það voru gest­irn­ir sem komust yfir í leikn­um strax á 8. mín­útu með marki frá Ediz Spa­hiu eft­ir send­ingu frá Vitao. Staðan 1:0 fyr­ir gest­ina og sam­an­lagt 4:2.

Eft­ir þetta sóttu leik­menn blika án af­láts. Á 16. mín­útu fékk Krist­inn Stein­dórs­son frá­bært skot­færi en skotið yfir markið. Á 32. mín­útu fékk Ísak Snær Þor­valds­son upp­lagt færi eft­ir horn­spyrnu en hann skallaði yfir.

Aron Bjarnason sóknarmaður Breiðabliks í baráttu við varnarmann Tikvesh í …
Aron Bjarna­son sókn­ar­maður Breiðabliks í bar­áttu við varn­ar­mann Tikvesh í kvöld. mbl.is/​Arnþór Birk­is­son

Blikar fengu aðra horn­spyrnu á 41. mín­útu leiks­ins. Krist­inn Stein­dórs­son fékk þá fínt mark­tæki­færi en skalli hans fór fram­hjá mark­inu.

Á 44. mín­útu leiks­ins dró til tíðinda. Al­ex­and­er Helgi Sig­urðar­son gaf bolt­ann fyr­ir mark gest­anna sem hreinsuðu bolt­ann út úr víta­teign­um. Þar var mætt­ur Krist­inn Stein­dórs­son sem skaut bolt­an­um viðstöðulaust í blá­hornið og skoraði. Staðan orðin 1:1 og sam­an­lagt 4:3 fyr­ir gest­ina.

Staðan í hálfleik á Kópa­vogs­velli 1:1.

Kristinn Steindórsson með boltann í vítateig Tikvesh en hann kom …
Krist­inn Stein­dórs­son með bolt­ann í víta­teig Tikvesh en hann kom Blik­um í 2:1. mbl.is/​Arnþór Birk­is­son

Gest­irn­ir frá Makedón­íu byrjuðu síðari hálfleik­inn strax á því að tefja og var al­veg ljóst að þeir ætluðu að reyna að halda fengn­um hlut í 45 mín­út­ur. Því voru heima­menn ekki sam­mála því strax á 53. mín­útu komust leik­menn Breiðabliks yfir í leikn­um með marki frá fyr­irliðanum Hösk­uldi Gunn­laugs­syni, 2:1.

Í kjöl­far marks­ins gerður gest­irn­ir fjór­ar skipt­ing­ar á stutt­um kafla. Það breytti því þó ekki að heima­menn héldu áfram að sækja að marki Tikvesh  og 74. mín­útu fékk Krist­inn Stein­dórs­son úr­vals­færi eft­ir skynd­isókn en skot hans fram­hjá.

Höskuldur Gunnlaugsson kom Blikum yfir.
Hösk­uld­ur Gunn­laugs­son kom Blik­um yfir. mbl.is/​Arnþór Birk­is­son

Blikar gerðu tvö­falda skipt­ingu á 75. mín­útu en strax í kjöl­farið fengu gest­irn­ir frá­bært færi til að jafna en skot Léo Gu­erra fór rétt fram­hjá.

Á 85 mín­útu komust heima­menn í Breiðabliki 3:1 yfir og sam­an­lagt 5:4 þegar Pat­rik Johann­esen gaf stungu­send­ingu á Kristó­fer Inga Krist­ins­son. Daniel Moj­sov miðvörður Tikvesh reyndi að tækla hann en sendi þá bolt­ann rak­leitt fram­hjá út­hlaup­andi markverðinum og í eigið mark.

Fleiri urðu mörk­in ekki og eru Blikar komn­ir í næstu um­ferð Sam­bands­deild­ar Evr­ópu og mæta þeir liði Drita frá Kó­sovó í næstu um­ferð.  

Breiðablik 3:1 Tikvesh opna loka
skorar Kristinn Steindórsson (44. mín.)
skorar Höskuldur Gunnlaugsson (53. mín.)
skorar Kristófer Ingi Kristinsson (85. mín.)
Mörk
skorar Ediz Spahiu (8. mín.)
fær gult spjald Viktor Karl Einarsson (69. mín.)
fær gult spjald Patrik Johannesen (90. mín.)
Spjöld
fær gult spjald Mihail Manevski (30. mín.)
fær gult spjald Aleksandar Varelovski (60. mín.)
mín.
90 Leik lokið
90 Tikvesh fær hornspyrnu
90 Daniel Mojsov (Tikvesh) á skot sem er varið
Stórkostleg varsla frá Antoni Ara. Hann ver hér aukaspyrnu Daniel.
90 Patrik Johannesen (Breiðablik) fær gult spjald
88 Almir Cubara (Tikvesh) kemur inn á
88 Kristian Stojkovski (Tikvesh) fer af velli
85 MARK! Kristófer Ingi Kristinsson (Breiðablik) skorar
3:1. Patrik Johannessen með stungusendingu inn á Kristófer Inga sem skorar. Samt spurning hvort þetta skrifist sem sjálfsmark á Daniel Mojsov?
82 Arnór Gauti Jónsson (Breiðablik) kemur inn á
82 Kristinn Jónsson (Breiðablik) fer af velli
82 Benjamin Stokke (Breiðablik) kemur inn á
82 Ísak Snær Þorvaldsson (Breiðablik) fer af velli
78 Leo Guerra (Tikvesh) á skot framhjá
Þetta var frábærlega gert hjá Leo Guerra. Hann saumar sig í gegnum vörn heimamanna og skýtur fallegu skoti að marki sem fer rétt framhjá. Þarna voru blikar heppnir.
75 Kristófer Ingi Kristinsson (Breiðablik) kemur inn á
75 Kristinn Steindórsson (Breiðablik) fer af velli
75 Patrik Johannesen (Breiðablik) kemur inn á
75 Alexander Helgi Sigurðarson (Breiðablik) fer af velli
74 Kristinn Steindórsson (Breiðablik) á skot framhjá
Dauðafæri! Skyndisókn hjá blikum sem endar með skoti úr frábæru færi hjá Kristni. Þarna átti hann að skora!
69 Viktor Karl Einarsson (Breiðablik) fær gult spjald
Þetta var ansi mjúkt brot að mínu mati.
67 Kristinn Steindórsson (Breiðablik) á skot framhjá
Fær boltann út við vítateigsbogann eftir hornspyrnu en skotið langt framhjá.
67 Breiðablik fær hornspyrnu
65 David Manasievski (Tikvesh) kemur inn á
65 Roberto Menezez Neto (Tikvesh) fer af velli
65 Gjorgi Gjorgjiev (Tikvesh) kemur inn á
65 Ediz Spahiu (Tikvesh) fer af velli
60 Aleksandar Varelovski (Tikvesh) fær gult spjald
Blikar fá aukaspyrnu fyrir utan teig. Fínt tækifæri til að komast yfir.
55 Leo Guerra (Tikvesh) kemur inn á
55 Blagoja Spirkoski (Tikvesh) fer af velli
55 Mile Todorov (Tikvesh) kemur inn á
55 Martin Stojanov (Tikvesh) fer af velli
53 MARK! Höskuldur Gunnlaugsson (Breiðablik) skorar
2:1. Höskuldur fær sendingu til vinstri frá Aroni Bjarnasyni rétt fyrir utan vítateig og skýtur boltanum í bláhornið. Glæsilegt mark hjá Blikum sem eru búnir að jafna einvígið 4:4.
51 Höskuldur Gunnlaugsson (Breiðablik) á skalla sem er varinn
49
Leikmenn Tikves byrja leikinn á að tefja.
46 Seinni hálfleikur hafinn
Það eru leikmenn GFK Tikves sem hefja hér síðari hálfleik. Nú er að duga eða drepast fyrir Breiðablik.
45 Hálfleikur
Staðan jöfn í hálfleik.
44 MARK! Kristinn Steindórsson (Breiðablik) skorar
1:1. Alexander gefur boltann fyrir sem gestirnir hreinsa út úr teignum en það er Kristinn mættur og hamrar boltanum í bláhornið. Staðan 1:1 og samtals 4:3 fyrir gestina. Blikar þurfa eitt mark í viðbót til að knýja fram framlengingu.
41 Kristinn Steindórsson (Breiðablik) á skalla sem fer framhjá
Þessi fór rétt framhjá.
41 Breiðablik fær hornspyrnu
32 Ísak Snær Þorvaldsson (Breiðablik) á skalla yfir
Þarna munaði ekki miklu.
31 Breiðablik fær hornspyrnu
30
Blikar fá aukaspyrnu fyrir utan vítateiginn hægra megin. Það má vel minnka forskotið með föstu leikatriði.
30 Mihail Manevski (Tikvesh) fær gult spjald
27 Breiðablik fær hornspyrnu
26
Leikmenn Tikvesh nota öll tækifæri til að tefja. Þeir eru auðvitað með tveggja marka forskot (4:2) eins og staðan er núna og þurfa ekkert að flýta sér. Þeir reyna því að drepa tímann og leikinn.
23
Blikar eru að pressa gríðarlega hátt á vellinum núna og gestirnir komast varla yfir miðju. Þetta hlítur að fara skila árangri hjá okkar mönnum.
22
Það er svo sem ekki frá miklu að segja þessar mínúturnar en það er alveg ljóst að Breiðablik er miklu betra liðið á vellinum og í raun gefur staðan og þetta mark sem kom, engan veginn rétta mynd af gangi leiksins.
16 Kristinn Steindórsson (Breiðablik) á skot yfir
Dauðafæri
10 Breiðablik fær hornspyrnu
8 MARK! Ediz Spahiu (Tikvesh) skorar
0:1. Þetta var frekar sérstakt. Tasev skýtur fram völlinn og þar berst boltinn á Vitao sem skrúfar boltann fyrir markið og þar berst boltinn til Spahiu sem skorar. Algjör andvaraleysi hjá Blikum.
6
Fyrsta færi leiksins leit dagsins ljós rétt í þessu en boltinn dæmdur af blikum. Ísak fékk boltann inni í teig frá hægri og skallaði að marki í dauðafæri en Stefan Tasev varði og aukaspyrna dæmd á Breiðablik.
1 Leikur hafinn
Það eru heimamenn í Breiðablik sem byrja leikinn.
0
Liðin eru mætt út á völlin og það er ekki eftir neinu að bíða. Góða skemmtun.
0
Nú er verið að kynna liðin til leiks. Áhorfendur streyma í stúkuna og gætum við átt von á skemmtilegri stemmningu hér á Kópavogsvelli.
0
Það er grenjandi rigning á Kópavogsvelli sem stendur. Grenjandi rigning er kannski of vægt lýsingarorð fyrir þessa rigningu.
0
Byrjunarliðin eru klár fyrir leikinn og eru blikar með 23 leikmenn á skýrslu á meðan Tikves er með 22 leikmenn.
0
Til þess að komast áfram þurfa blikar að vinna með tveimur mörkum. Eins marks sigur kemur liðinu í framlengingu. Það gilda engar reglur um útivallarmörk lengur.
0
Sigurliðið mætir FC Drita frá Kó­sovó í 2. um­ferð.
0
Fyrri leikurinn fór 3:2 fyrir Tikvesh í Norður-Makedóníu eftir að Breiðablik hafði misst niður tveggja marka forskot.
0
Gott kvöld og verið velkomin með mbl.is í beina textalýsingu frá leik Breiðabliks og Tikvesh í 1. umferð undankeppni Sambandsdeildar karla í knattspyrnu.
Sjá meira
Sjá allt

Breiðablik: (4-3-3) Mark: Anton Ari Einarsson. Vörn: Andri Rafn Yeoman, Damir Muminovic, Viktor Örn Margeirsson, Kristinn Jónsson (Arnór Gauti Jónsson 82). Miðja: Höskuldur Gunnlaugsson, Alexander Helgi Sigurðarson (Patrik Johannesen 75), Viktor Karl Einarsson. Sókn: Aron Bjarnason, Kristinn Steindórsson (Kristófer Ingi Kristinsson 75), Ísak Snær Þorvaldsson (Benjamin Stokke 82).
Varamenn: Jón Sölvi Símonarson (M), Brynjar Atli Bragason (M), Kristófer Máni Pálsson , Daniel Obbekjær, Oliver Sigurjónsson, Arnór Sveinn Aðalsteinsson, Patrik Johannesen, Dagur Örn Fjeldsted, Benjamin Stokke, Kristófer Ingi Kristinsson, Arnór Gauti Jónsson, Tumi Fannar Gunnarsson.

Tikvesh: (4-5-1) Mark: Stefan Tasev. Vörn: Aleksandar Varelovski, Oliver Stoimenovski, Daniel Mojsov, Mihail Manevski. Miðja: Ediz Spahiu (Gjorgi Gjorgjiev 65), Blagoja Spirkoski (Leo Guerra 55), Kristian Stojkovski (Almir Cubara 88), Roberto Menezez Neto (David Manasievski 65), Martin Stojanov (Mile Todorov 55). Sókn: Vitao.
Varamenn: Stojan Dimovski (M), Danail Tasev, Gjorgi Gjorgjiev, Milovan Petrovikj, Stojan Petovski, Almir Cubara, David Manasievski, Mile Todorov, Filip Mihailov, Martin Todorov, Leo Guerra.

Skot: Breiðablik 9 (4) - Tikvesh 3 (2)
Horn: Breiðablik 5 - Tikvesh 1.

Lýsandi: Jón Kristinn Jónsson
Völlur: Kópavogsvöllur

Leikur hefst
18. júlí 2024 19:15

Aðstæður:
Skýjað og rigning á köflum.

Dómari: Peiman Simani frá Finnlandi
Aðstoðardómarar: Christian De Casseres og Samu Koskinen frá Finnlandi

mbl.is

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
04.04 16:45 Ísland : Noregur
04.04 19:00 Sviss : Frakkland
08.04 16:45 Ísland : Sviss
08.04 18:00 Noregur : Frakkland
30.05 18:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
03.06 18:00 Ísland : Frakkland
03.06 18:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
04.04 16:45 Ísland : Noregur
04.04 19:00 Sviss : Frakkland
08.04 16:45 Ísland : Sviss
08.04 18:00 Noregur : Frakkland
30.05 18:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
03.06 18:00 Ísland : Frakkland
03.06 18:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert
Loka