Kærkominn sigur Njarðvíkur – Keflavík í umspilssæti

Njarðvíkinga runnu kærkominn sigur.
Njarðvíkinga runnu kærkominn sigur. mbl.is/Óttar Geirsson

Njarðvíkingar fögnuðu kærkomnum sigri á Leikni úr Reykjavík, 3:2, í 1. deild karla í fótbolta í Njarðvík í kvöld. Sigurinn var sá fyrsti eftir fjóra leiki í röð án sigurs.

Njarðvík er áfram í öðru sæti með 24 stig, sex stigum á eftir toppliði Fjölnis. Leiknir er í 10. sæti með 12 stig, tveimur stigum fyrir ofan Gróttu sem er í fallsæti.

Omar Sowe kom Leikni yfir strax á fimmtu mínútu en eftir það var komið að Króatanum Dominik Radic því hann skoraði næstu þrjú mörk leiksins og kom Njarðvík í 3:1 á 77. mínútu. Egill Ingi Benediktsson minnkaði muninn fyrir Leikni á 83. mínútu og þar við sat.

Keflavík fór upp í fimmta sæti, sem er umspilssæti, með sigri á ÍR á útivelli. Ásgeir Páll Magnússon skoraði sigurmarkið strax á 5. mínútu í 1:0-sigri. Gunnlaugur Fannar Guðmundsson hjá Keflavík fékk beint rautt spjald á 44. mínútu, en það kom ekki að sök.

Þá vann Afturelding stórsigur á Gróttu á útivelli, 4:1. Elmar Kári Enesson Cogic kom Aftureldingu yfir á 19. mínútu en staðan var 1:1 í hálfleik þar sem Afturelding skoraði sjálfsmark á 36. mínútu.

Aron Jóhannsson kom Mosfellingum aftur yfir á 76. mínútu og tveimur mínútum síðar skoraði Grótta sjálfsmark. Fjórða mark Aftureldingar kom svo á 83. mínútu er Elmar Kári gerði sitt annað mark. 

Staðan:

  1. Fjölnir 30
  2. Njarðvík 24
  3. ÍBV 19
  4. ÍR 19
  5. Keflavík 18
  6. Þór 17
  7. Grindavík 17
  8. Afturelding 17
  9. Þróttur R. 15
  10. Leiknir R. 12
  11. Grótta 10
  12. Dalvík/Reynir 8
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert