Kvennalandsliðið upp og karlalandsliðið niður á heimslistanum

Íslenska kvennalandsliðið er í 14. sæti.
Íslenska kvennalandsliðið er í 14. sæti. Ljósmynd/Alex Nicodim

Íslenska karlalandsliðið í fótbolta féll niður um eitt sæti á styrkleikalista FIFA en nýr listi var gefin út í dag. Íslenska kvennalandsliðið fór upp eitt sæti.

Íslenska kvennalandsliðið er í 14. sæti á listanum sem jafnar besta árangur í sögu Íslands á styrkleikalistanum. Liðið hefur tvisvar áður komist í fjórtánda sætið á síðustu tveimur árum.

Liðið fór upp um eitt sæti frá síðasta lista, upp fyrir Ítalíu, en í millitíðinni vann Ísland til dæmis sterkt lið Þýskalands, sem er í fjórða sæti á listanum, þegar liðið tryggði sér sæti á EM. 

Tuttugu efstu kvennaliðin:

1. Spánn
2. Frakkland
3. England
4. Þýskaland
5. Bandaríkin
6. Svíþjóð
7. Japan
8. Kanada
9. Brasilía
10. Norður-Kórea
11. Holland
12. Ástralía
13. Danmörk
14. ÍSLAND
15. Ítalía
16. Noregur
17. Austurríki
18. Belgía
19. Kína
20. Suður-Kórea

Íslenska karlalandsliðið var áður í 70. sæti en er nú í 71. sæti en hefur ekki spilað síðan síðasti listi kom út. Georgía hoppaði upp í 70. sæti frá 74. sæti eftir flotta frammistöðu á EM.

Tíu efstu karlaliðin:

1. Argentína
2. Frakkland
3. Spánn
4. England
5. Brasilía
6. Belgía
7. Holland
8. Portúgal
9. Kólumbía
10. Ítalía

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert