Léttir í bland við gleði

Kristinn Steindórsson á fleygiferð í kvöld.
Kristinn Steindórsson á fleygiferð í kvöld. mbl.is/Arnþór Birkisson

Hall­dór Árna­son þjálf­ari Breiðabliks var ánægður með að vera kom­inn áfram í aðra um­ferð undan­keppni Sam­bands­deild­ar Evr­ópu þegar liðið vann Tikvesh frá Norður-Makedón­íu á Kópa­vogs­velli í kvöld. Mbl.is ræddi við Hall­dór strax eft­ir leik.

Það hlýt­ur að vera létt­ir að hafa kom­ist áfram í ljósi þess hvernig fyrri leik­ur­inn fór og þessi leik­ur byrjaði?

„Já það er létt­ir í bland við gleði. Það er auðvitað gleðin sem er ofan á núna. Það er sér­stak­lega í ljósi þess að við byrj­um hérna einu marki í mín­us eft­ir fyrri leik­inn þar sem við vor­um mikla betra lið. Síðan er mikið högg að fá hérna mark í and­litið í upp­hafi. Það reyn­ir á karakt­er­inn og menn svöruðu því vel.

Arnþór Birk­is­son

Menn voru agaðir á sama tíma og þeir pressuðu mikið, sköpuðu færi og það gaf fyr­ir hálfleik sem var gríðarlega mik­il­vægt. Okk­ur tókst að end­urstilla okk­ur í hálfleik og kom­um síðan inn í síðari hálfleik­inn og kláruðum þetta."

Á 94. mín­útu þá fá þeir auka­spyrnu á hættu­leg­um stað sem endaði síðan með al­vöru skoti. Hvernig var hjart­slátt­ur­inn þegar þeir voru að taka spyrn­una í ljósi þess sem gerðist í fyrri leikn­um?

„Þegar hann er að taka auka­spyrn­una þá var ég að blóta því hvernig við leyfðum þeim að kom­ast í þessa stöðu að fiska þessa auka­spyrnu. En jú það fór um mann í ljósi þess að þeir skoruðu úr auka­spyrnu á mik­il­væg­um tíma­punkti í fyrri leikn­um en sem bet­ur fer þá varði Ant­on þetta vel."

Arnþór Birk­is­son

Næsti leik­ur í Evr­ópu­keppni er á móti Drita frá Kósóvó. Veistu eitt­hvað um það lið?

„Já Drita er gott lið eins og liðin frá þessu landi. Þeir sátu hjá í fyrstu um­ferð þar sem þeir eru það of­ar­lega á styrk­leikalist­an­um þannig að þeir eru erfiðir. Við eig­um ekk­ert efni um þá úr fyrstu um­ferðinni þar sem þeir sátu hjá en þeir hafa spilað æf­inga­leiki og við þurf­um að skoða það en fyrst er það leik­ur á sunnu­dag gegn KR."

Að leikn­um á sunnu­dag gegn KR. Nú er það ljóst að Al­ex­and­er er á leiðinni í KR eft­ir þetta tíma­bil. Nú er hann einn af þínum lyk­il­mönn­um á þessu tíma­bili. Verður hann á skýrslu í leikn­um gegn KR?

„Ef hann er heill þá ekki spurn­ing."

Arnþór Birk­is­son

Þannig að það er eng­in ákvörðun um að hann spili ekki þenn­an leik í ljósi þess að hann er að ganga til liðs við þá eft­ir tíma­bilið?

„Nei í raun­inni er það þannig að Al­ex­and­er er með samn­ing við Breiðablik út tíma­bilið og það er þannig að þegar það er hálft ár eft­ir af samn­ingi þá er leik­mönn­um frjálst að semja við önn­ur lið og sá samn­ing­ur tek­ur gildi þegar samn­ing­ur­inn við Breiðablik renn­ur út í nóv­em­ber.

Það voru eng­ar samn­ingaviðræður milli Al­ex­and­ers og Breiðabliks þannig að það er svo sem eðli­legt að hann vilji tryggja sína framtíð og kannski reyna ferl­in­um aft­ur af stað í ljósi þess að hann hef­ur verið mikið meidd­ur á ferl­in­um, því miður því hann er frá­bær leikmaður.

Arnþór Birk­is­son

Ef allt geng­ur að ósk­um þá klár­ar hann tíma­bilið hér og verður stór hluti af okk­ar liði og við ósk­um hon­um góðs geng­is þegar hann fer en það er ekki komið að því."

Verður erfitt að móti­vera liðið fyr­ir deild­ar­leik á sunnu­dag svona stuttu eft­ir svona Evr­ópu­leik?

„Nei það held ég ekki. Þetta þarf allt að hald­ast í hend­ur. Þú þarft að taka þess­ar til­finn­ing­ar sem fylgja Evr­ópu­leikj­un­um og nota sem drif­kraft inn í deild­ina og við ætl­um að gera það. Ég er bara spennt­ur fyr­ir leikn­um á sunnu­dag,“ sagði Hall­dór í sam­tali við mbl.is.  

mbl.is

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
04.04 16:45 Ísland : Noregur
04.04 19:00 Sviss : Frakkland
08.04 16:45 Ísland : Sviss
08.04 18:00 Noregur : Frakkland
30.05 18:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
03.06 18:00 Ísland : Frakkland
03.06 18:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
04.04 16:45 Ísland : Noregur
04.04 19:00 Sviss : Frakkland
08.04 16:45 Ísland : Sviss
08.04 18:00 Noregur : Frakkland
30.05 18:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
03.06 18:00 Ísland : Frakkland
03.06 18:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert
Loka