Varamenn komu Stjörnunni áfram

Stjörnumenn fagna marki Emils Atlasonar í fyrri leiknum.
Stjörnumenn fagna marki Emils Atlasonar í fyrri leiknum. mbl.is/Arnþór Birkisson

Stjarnan er komin áfram í 2. umferð undankeppni Sambandsdeildar karla í knattspyrnu eftir sameiginlegan sigur á Linfield frá Norður-Írlandi.  

Liðin mættust í seinni leik liðanna á Windsor Park í Belfast í kvöld. Linfield vann leikinn, 3:2, en Stjarnan vann fyrri leikinn 2:0 og því 5:4 samtals. 

Í annarri umferð mæta Stjörnumenn Paide Linnameeskond frá Eistlandi.

Brösugleg byrjun

Joel Cooper kom Linfield yfir strax á sjöundu mínútu með góðu skallamarki eftir að hann var alveg einn á miðjum teignum, 1:0. 

Það var staðan í hálfleik en á 57. mínútu jafnaði Emil Atlason metin. Þá stangaði hann hornspyrnu Róberts Frosta Þorkelssonar í netið, 1:1.

Linfield svaraði því 13. mínútu síðar er varamaðurinn Matthew Orr skoraði einnig með skalla, 2:1. 

Matthew Fritzpatrick kom Linfield í 3:1 og jafnaði metin í einvíginu á 76. mínútu með laglegu marki utan teigs. 

Varamenn til bjargar

Varamennirnir Haukur Örn Brink og Hilmar Árni Halldórsson kom Stjörnumönnum til bjargar undir lok leiks. Þá keyrði Haukur inn á teiginn og gaf hann fyrir beint á Hilmar sem negldi honum í netið af stuttu færi, 3:2. Emil Atlason gerði virkilega vel í að hoppa yfir boltann. 

Chris Shields fyrirliði Linfield fékk síðan rautt nokkrum mínútum síðar fyrir brot á Hauki Erni sem kom frábærlega inn í leikinn. 

Lýsing uppfærist sjálfkrafa

Allar lýsingar í beinni

Aðrir virkir leikir

Vllaznia 0:4 Valur opna
90. mín. Leik lokið Stórkostlegur sigur Valsmanna. Þeir mæta St. Mirren frá Skotlandi í næstu umferð.
Breiðablik 3:1 Tikvesh opna
90. mín. Patrik Johannesen (Breiðablik) fær gult spjald

Leiklýsing

Linfield 3:2 Stjarnan opna loka
90. mín. Fjórum mínútum bætt við.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert